Ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir á slysstað 5. ágúst 2006 18:30 Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir. Hummer jeppinn, sem ók í átt til Reykjavíkur, ók inn í vinstri hliðina á Yaris smábílnum sem kom á móti. Við áreksturinn fór vinstra framhjólið af jeppanum en hann stöðvaðist þó ekki fyrr en eftir drjúgan spöl. Smábíllinn hentist til á veginum og rakst saman við tvo fólksbíla sem óku á eftir honum. Í smábílnum voru hjón með barn og voru þau öll flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis eru þau þó ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu er að segja um fullorðna konu sem ók öðrum fólksbílnum. Alls voru sjö manns í bílunum fjórum og mikil mildi má þykja að ekki fór verr. Bílarnir eru mikið skemmdir og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr Yarisnum. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund og urðu við það miklar tafir á umferð. Flestir tóku biðinni með stillingu, sumir fóru út með hundinn sinn eða lásu blaðið en nokkrir sneru einfaldlega við og héldu aftur í bæinn. Lögreglu fannst ökumenn þó ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að nokkur árangur af því væri sýnilegur. Fjórir dráttarbílar voru sendir á slysstað en þeim gekk erfiðlega að komast í gegnum umferðarteppuna því ökumenn voru síður en svo greiðviknir. Því tók lengri tíma en hefði þurft að fjarlægja bílana af veginum og greiða fyrir umferð. Fréttir Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir. Hummer jeppinn, sem ók í átt til Reykjavíkur, ók inn í vinstri hliðina á Yaris smábílnum sem kom á móti. Við áreksturinn fór vinstra framhjólið af jeppanum en hann stöðvaðist þó ekki fyrr en eftir drjúgan spöl. Smábíllinn hentist til á veginum og rakst saman við tvo fólksbíla sem óku á eftir honum. Í smábílnum voru hjón með barn og voru þau öll flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis eru þau þó ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu er að segja um fullorðna konu sem ók öðrum fólksbílnum. Alls voru sjö manns í bílunum fjórum og mikil mildi má þykja að ekki fór verr. Bílarnir eru mikið skemmdir og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr Yarisnum. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund og urðu við það miklar tafir á umferð. Flestir tóku biðinni með stillingu, sumir fóru út með hundinn sinn eða lásu blaðið en nokkrir sneru einfaldlega við og héldu aftur í bæinn. Lögreglu fannst ökumenn þó ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að nokkur árangur af því væri sýnilegur. Fjórir dráttarbílar voru sendir á slysstað en þeim gekk erfiðlega að komast í gegnum umferðarteppuna því ökumenn voru síður en svo greiðviknir. Því tók lengri tíma en hefði þurft að fjarlægja bílana af veginum og greiða fyrir umferð.
Fréttir Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira