Erlent

Ísraelar sækja fram í Líbanon

Ísraelar hafa þrefaldað liðsstyrk sinn í Suður-Líbanon, þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi á fundi sínum í nótt samþykkt áætlun um vopnahlé. Ísraelska ríkisstjórnin ætlar að ræða ályktun öryggisráðsins á morgun. Textinn sem samþykktur var kallar á algjört vopnahlé og þar er gert ráð fyrir því að 15 þúsund friðargæsluliðar verði sendir til Líbanons. Kveðið er á um það að eftir að vopnahléi hefur verið komið á, dragi Ísraelar her sinn til baka frá Suður-Líbanon eins fljótt og auðið er. Átökin í Líbanon hafa staðið í fimm vikur og orðið fleiri en eitt þúsund óbreyttum borgurum að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×