Hjálpargögn farin að berast til S-Líbanons 14. ágúst 2006 12:00 Starfsmenn Rauða krossins í Líbanon standa við rústir húss í Beirút þar sem leitað er að látnu fólki eftir loftárásir. MYND/AP Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa. Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma eftir að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanons samþykktu í gær að fara að tilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísraelska blaðið Haaretz hermir að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafi fyrirskipa hernum að stöðva árásir sínar klukkan tvö að íslenskum í nótt en engu að síður stóðu loftárásir Ísraela yfir þar til klukkan var kortér í fimm í morgun. Fregnir bárust af því í morgun að einhverjar íraelskar hersveitir hefðu yfirgefið Suður-Líbanon en talsmenn hersins hafa ekki gefið upp hversu stór hluti það sé. Talið er að um 30 þúsund ísraelskir hermenn séu í Líbanon og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu draga herinn að fullu burt fyrr en alþjóðlegar friðargæslusveitir koma til Suður-Líbanons. Ekki er ljóst hvenær það verður. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðio það geta tekið mánuð en Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði Frakka og Ítala tilbúna að senda friðargæsluliða á vettvang, jafnvel innan viku. Menn virðast hóflega bjartsýnir varðandi vopnahléð enda stendur enn styrr um það innan ríkisstjórnar Líbanons og þá hafa Hizbollah-liðar ekki tjáð sig um það. Þá áskilja Ísraelar sér rétt til sjálfsvarnar ef Hizbolla-liðar virða ekki vopnahléð. Það kom í ljós í morgun þegar ísraelskir hermenn skutu Hizbollah-liða til bana þegar hann hóf að skjóta á þá. Hann er sá fyrsti sem deyr eftir að vopnahléð tók gildi. Hjálpargögn eru þegar farin að berast til Suður-Líbanons, bæði matur, lyf og tjöld enda er fólk sem flúði átökin þegar byrjað að streyma til síns heima og voru langar biðraðir á vegum inn í Beirút. Ljóst er þó að ekki komast allir heim strax því Ísraelar hafa banna bannað umferð á nokkrum stöðum í Suður-Líbanon af öryggisástæðum. En þótt fólk fái að snúa til síns heima á næstunni er fyrir marga að litlu að hverfa því algjör eyðilegging blasir við í suðurhlutanum eftir linnulitlar loftárásir í ríflega mánuð. Ljóst er að gríðarleg uppbygging bíður í Líbanon sem gæti tekið mörg ár. Alls er talið að yfir 1000 Líbanar og um 150 Ísraelar hafi fallið í átökunum sem staðið hafa frá 12. júní. Erlent Fréttir Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa. Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma eftir að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanons samþykktu í gær að fara að tilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísraelska blaðið Haaretz hermir að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafi fyrirskipa hernum að stöðva árásir sínar klukkan tvö að íslenskum í nótt en engu að síður stóðu loftárásir Ísraela yfir þar til klukkan var kortér í fimm í morgun. Fregnir bárust af því í morgun að einhverjar íraelskar hersveitir hefðu yfirgefið Suður-Líbanon en talsmenn hersins hafa ekki gefið upp hversu stór hluti það sé. Talið er að um 30 þúsund ísraelskir hermenn séu í Líbanon og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu draga herinn að fullu burt fyrr en alþjóðlegar friðargæslusveitir koma til Suður-Líbanons. Ekki er ljóst hvenær það verður. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðio það geta tekið mánuð en Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði Frakka og Ítala tilbúna að senda friðargæsluliða á vettvang, jafnvel innan viku. Menn virðast hóflega bjartsýnir varðandi vopnahléð enda stendur enn styrr um það innan ríkisstjórnar Líbanons og þá hafa Hizbollah-liðar ekki tjáð sig um það. Þá áskilja Ísraelar sér rétt til sjálfsvarnar ef Hizbolla-liðar virða ekki vopnahléð. Það kom í ljós í morgun þegar ísraelskir hermenn skutu Hizbollah-liða til bana þegar hann hóf að skjóta á þá. Hann er sá fyrsti sem deyr eftir að vopnahléð tók gildi. Hjálpargögn eru þegar farin að berast til Suður-Líbanons, bæði matur, lyf og tjöld enda er fólk sem flúði átökin þegar byrjað að streyma til síns heima og voru langar biðraðir á vegum inn í Beirút. Ljóst er þó að ekki komast allir heim strax því Ísraelar hafa banna bannað umferð á nokkrum stöðum í Suður-Líbanon af öryggisástæðum. En þótt fólk fái að snúa til síns heima á næstunni er fyrir marga að litlu að hverfa því algjör eyðilegging blasir við í suðurhlutanum eftir linnulitlar loftárásir í ríflega mánuð. Ljóst er að gríðarleg uppbygging bíður í Líbanon sem gæti tekið mörg ár. Alls er talið að yfir 1000 Líbanar og um 150 Ísraelar hafi fallið í átökunum sem staðið hafa frá 12. júní.
Erlent Fréttir Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira