Funduðu á Ísafirði í gær 15. ágúst 2006 12:00 MYND/Pjetur Það hljóp á snærið hjá þeim sem leita logandi ljósi að klíkumyndun vegna leiðtogakjörs í Framsóknarflokknum, þegar fréttir bárust af því að þrír frambjóðendur til þriggja æðstu embætta flokksins hefðu sameiginlega efnt til fundar með framsóknarmönnum á Ísafirði í gærkvöldi. Það voru þau Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ágústsson og Birkir Jón Jónsson. Auk þessa er það staðfest að Jónína Bjartmarz var á Ísafirði í gærdag, til skrafs og ráðagerðar með gramsóknarmönnum á staðnum,en átti ekki samfylgd með hinum þremur. Siv hefur ítrekað í morgun að þetta sé tilviljun og bendir á að í dag muni hún hitta framsóknarmenn á sameiginlegum fundi með örðum frambjóðendum en á Ísafilrði. En allt um það þá voru níu af tólf þingmönnum Framsóknarflokksins tilbúnir til að styðja Jón Sigurðsson til formennsku í flokknum þegar stuðningur við hann var kannaður í þingflokknum í júní síðastliðnum. Fréttablaðið hefur þetta eftir Hjálmari Árnasyni, formanni þingflokksins og staðfestir Jón það einnig. Þingmennirnir þrír, sem ekki voru tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við Jón, eru Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ágústsson og Kristinn H.Gunnarsson sem segir að málið hafi ekki verið borið undir hann. Sæunn Stefánsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur bæst í hóp frambjóðenda til ritara flokksins. Hún var aðsotðarmaður Jóns Kristjánssonar ráðherra og tekur sæti á þingi þegar Halldór Ásgrímsson lætur af þingmennsku um leið og hann lætur af formennsku í flokknum eftir nokkra daga. Hún hefur lýst yfir stuðningi við Jón Sigurðsson til formennsku. Aðrir frambjóðendur til ritara eru Birkir J. Jónsson, Haukur Logi Karlsson og Kristinn H. Gunnarsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Það hljóp á snærið hjá þeim sem leita logandi ljósi að klíkumyndun vegna leiðtogakjörs í Framsóknarflokknum, þegar fréttir bárust af því að þrír frambjóðendur til þriggja æðstu embætta flokksins hefðu sameiginlega efnt til fundar með framsóknarmönnum á Ísafirði í gærkvöldi. Það voru þau Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ágústsson og Birkir Jón Jónsson. Auk þessa er það staðfest að Jónína Bjartmarz var á Ísafirði í gærdag, til skrafs og ráðagerðar með gramsóknarmönnum á staðnum,en átti ekki samfylgd með hinum þremur. Siv hefur ítrekað í morgun að þetta sé tilviljun og bendir á að í dag muni hún hitta framsóknarmenn á sameiginlegum fundi með örðum frambjóðendum en á Ísafilrði. En allt um það þá voru níu af tólf þingmönnum Framsóknarflokksins tilbúnir til að styðja Jón Sigurðsson til formennsku í flokknum þegar stuðningur við hann var kannaður í þingflokknum í júní síðastliðnum. Fréttablaðið hefur þetta eftir Hjálmari Árnasyni, formanni þingflokksins og staðfestir Jón það einnig. Þingmennirnir þrír, sem ekki voru tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við Jón, eru Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ágústsson og Kristinn H.Gunnarsson sem segir að málið hafi ekki verið borið undir hann. Sæunn Stefánsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur bæst í hóp frambjóðenda til ritara flokksins. Hún var aðsotðarmaður Jóns Kristjánssonar ráðherra og tekur sæti á þingi þegar Halldór Ásgrímsson lætur af þingmennsku um leið og hann lætur af formennsku í flokknum eftir nokkra daga. Hún hefur lýst yfir stuðningi við Jón Sigurðsson til formennsku. Aðrir frambjóðendur til ritara eru Birkir J. Jónsson, Haukur Logi Karlsson og Kristinn H. Gunnarsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira