Innlent

Funduðu á Ísafirði í gær

MYND/Pjetur
Það hljóp á snærið hjá þeim sem leita logandi ljósi að klíkumyndun vegna leiðtogakjörs í Framsóknarflokknum, þegar fréttir bárust af því að þrír frambjóðendur til þriggja æðstu embætta flokksins hefðu sameiginlega efnt til fundar með framsóknarmönnum á Ísafirði í gærkvöldi. Það voru þau Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ágústsson og Birkir Jón Jónsson. Auk þessa er það staðfest að Jónína Bjartmarz var á Ísafirði í gærdag, til skrafs og ráðagerðar með gramsóknarmönnum á staðnum,en átti ekki samfylgd með hinum þremur. Siv hefur ítrekað í morgun að þetta sé tilviljun og bendir á að í dag muni hún hitta framsóknarmenn á sameiginlegum fundi með örðum frambjóðendum en á Ísafilrði. En allt um það þá voru níu af tólf þingmönnum Framsóknarflokksins tilbúnir til að styðja Jón Sigurðsson til formennsku í flokknum þegar stuðningur við hann var kannaður í þingflokknum í júní síðastliðnum. Fréttablaðið hefur þetta eftir Hjálmari Árnasyni, formanni þingflokksins og staðfestir Jón það einnig. Þingmennirnir þrír, sem ekki voru tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við Jón, eru Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ágústsson og Kristinn H.Gunnarsson sem segir að málið hafi ekki verið borið undir hann. Sæunn Stefánsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur bæst í hóp frambjóðenda til ritara flokksins. Hún var aðsotðarmaður Jóns Kristjánssonar ráðherra og tekur sæti á þingi þegar Halldór Ásgrímsson lætur af þingmennsku um leið og hann lætur af formennsku í flokknum eftir nokkra daga. Hún hefur lýst yfir stuðningi við Jón Sigurðsson til formennsku. Aðrir frambjóðendur til ritara eru Birkir J. Jónsson, Haukur Logi Karlsson og Kristinn H. Gunnarsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×