Stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni 15. ágúst 2006 13:15 Frá Reykjavíkurmaraþoni í fyrra. MYND/Vilhelm Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. Ríflega þrjú þúsund manns hafa þegar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþon en á sama tíma í fyrra höfðu um þúsund manns skráð sig. Alls tóku um fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu í fyrra svo búast má við að þátttökumet verði slegið. Boðið verður upp á fimm mismunandi vegalengdir, Heilt og hálft maraþon, 10 kílómetra hlaup, þriggja kílómetra skemmtiskokk og nú í fyrsta sinn er boðið eins og komma fimm kílómetra Latabæjarmaraþon fyrir börnin. Svava Oddný Ásgeirsdóttir er hlaupstjóri. Hún telur marga samverkandi þætti skýra hina miklu þátttöku. Auglýsingaherferð Glitnis hafi verið vel heppnuð og þá hafi fyrirtækið einnig tekið upp á því að heita á starfsmenn sína sem hyggist taka þátt í hlaupinu. Fyrirtækið greiði þrjú þúsund krónur fyrir hvern kílómetra og fjármunirnir renni allir til góðgerðamála. Þegar hafi yfir 400 starfsmenn skráð sig í hlaupið og þeir hyggist hlaupa til góðs fyrir 45 samtök. Auk aðalstyrktaraðila hlaupsins, Glitnis, hafa meðal annars Icelandair, Ísal og Össur heitið á sína starfsmenn sem hlaupa og renna þeir fjármunir einnig til góðgerðamála. Það vekur einnig athygli að útlenskum þátttakendum hefur fjölgað hratt og hafa rúmlega 800 hlauparar erlendis frá skráð sig til leiks í ár. Svava þakkar það árangursríku markaðsstarfi. Aðstandendur hlaupsins hafi kynnt það í hlaupum erlendis og einnig hið árlega Laugarvegarhlaup og fengið góðar viðtökur. Svava hvetur þá sem hyggjast taka þátt í hlaupinu að skrá sig sem fyrst og þá biður hún ökumenn að taka tillit til hlauparanna á laugardaginn kemur Fréttir Innlent Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Útlit er fyrir að metþátttaka verði í Reykjavíkurmaraþoni á laugardag því þrefalt fleiri hafa skráð sig til leiks nú en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er meðal annars sú að fyrirtæki heita nú á starfsfólk sitt í hlaupinu og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála. Ríflega þrjú þúsund manns hafa þegar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþon en á sama tíma í fyrra höfðu um þúsund manns skráð sig. Alls tóku um fjögur þúsund manns þátt í hlaupinu í fyrra svo búast má við að þátttökumet verði slegið. Boðið verður upp á fimm mismunandi vegalengdir, Heilt og hálft maraþon, 10 kílómetra hlaup, þriggja kílómetra skemmtiskokk og nú í fyrsta sinn er boðið eins og komma fimm kílómetra Latabæjarmaraþon fyrir börnin. Svava Oddný Ásgeirsdóttir er hlaupstjóri. Hún telur marga samverkandi þætti skýra hina miklu þátttöku. Auglýsingaherferð Glitnis hafi verið vel heppnuð og þá hafi fyrirtækið einnig tekið upp á því að heita á starfsmenn sína sem hyggist taka þátt í hlaupinu. Fyrirtækið greiði þrjú þúsund krónur fyrir hvern kílómetra og fjármunirnir renni allir til góðgerðamála. Þegar hafi yfir 400 starfsmenn skráð sig í hlaupið og þeir hyggist hlaupa til góðs fyrir 45 samtök. Auk aðalstyrktaraðila hlaupsins, Glitnis, hafa meðal annars Icelandair, Ísal og Össur heitið á sína starfsmenn sem hlaupa og renna þeir fjármunir einnig til góðgerðamála. Það vekur einnig athygli að útlenskum þátttakendum hefur fjölgað hratt og hafa rúmlega 800 hlauparar erlendis frá skráð sig til leiks í ár. Svava þakkar það árangursríku markaðsstarfi. Aðstandendur hlaupsins hafi kynnt það í hlaupum erlendis og einnig hið árlega Laugarvegarhlaup og fengið góðar viðtökur. Svava hvetur þá sem hyggjast taka þátt í hlaupinu að skrá sig sem fyrst og þá biður hún ökumenn að taka tillit til hlauparanna á laugardaginn kemur
Fréttir Innlent Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira