Gaf rúman milljarð króna til spítala í Kongó 15. ágúst 2006 14:00 Dikembe Mutombo leikur með Houston Rockets NordicPhotos/GettyImages Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm. Mutombo ólst upp í Kongó ásamt níu systkynum sínum, en flutti til Bandaríkjanna og stundaði nám við Georgetown-háskólann þar sem hann ætlaði sér upphaflega að verða læknir. Þetta átti eftir að breytast eftir að hann hóf að leika körfuknattleik, en knattspyrnan átti hug hans allan fram eftir aldri. Sjúkrahúsið í Kinshasa mun kosta um 2 milljarða króna í byggingu og ekki veitir af, því heilsugæslu er stórlega ábótavant í landinu. Eitt af hverjum fimm börnum sem fæðast í landinu deyja fyrir fimm ára aldur, sjúkdómar eins og Malaría, HIV, Mislingar og Kólera hafa grasserað þar lengi og lífslíkur fólks eru 42 ár fyrir karlmenn og 47 ár fyrir konur. Mutombo sjálfur var mjög hætt kominn árið 1999 þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna eftir heimsókn til Kongó, en þá veiktist hann af Malaríu og hneig niður eftir leik á undirbúningstímabilinu. Hann var færður á spítala í Atlanta, þar sem aðeins tilviljun réði því að læknar fundu út hvað var að honum. Svo ótrúlega vildi til að lærlingur frá Afríku var við störf á sjúkrahúsinu og þekkti einkennin, sem urðu til þess að bjarga lífi Mutombo. Hann hefur alla tíð verið mjög ötull við að gefa fé til góðgerðarmála í heimalandi sínu og er þessi nýjasta og rausnarlegasta gjöf hans eflaust gefin með atburði ársins 1997 í huga, en þá lést móðir hans af veikindum. Á þeim tíma var mikil ólga í Kinshasa og þó sjúkrahúsið væri stutt frá heimili hennar, tókst ekki að koma henni undir læknishendur í tæka tíð, því göturnar voru tepptar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm. Mutombo ólst upp í Kongó ásamt níu systkynum sínum, en flutti til Bandaríkjanna og stundaði nám við Georgetown-háskólann þar sem hann ætlaði sér upphaflega að verða læknir. Þetta átti eftir að breytast eftir að hann hóf að leika körfuknattleik, en knattspyrnan átti hug hans allan fram eftir aldri. Sjúkrahúsið í Kinshasa mun kosta um 2 milljarða króna í byggingu og ekki veitir af, því heilsugæslu er stórlega ábótavant í landinu. Eitt af hverjum fimm börnum sem fæðast í landinu deyja fyrir fimm ára aldur, sjúkdómar eins og Malaría, HIV, Mislingar og Kólera hafa grasserað þar lengi og lífslíkur fólks eru 42 ár fyrir karlmenn og 47 ár fyrir konur. Mutombo sjálfur var mjög hætt kominn árið 1999 þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna eftir heimsókn til Kongó, en þá veiktist hann af Malaríu og hneig niður eftir leik á undirbúningstímabilinu. Hann var færður á spítala í Atlanta, þar sem aðeins tilviljun réði því að læknar fundu út hvað var að honum. Svo ótrúlega vildi til að lærlingur frá Afríku var við störf á sjúkrahúsinu og þekkti einkennin, sem urðu til þess að bjarga lífi Mutombo. Hann hefur alla tíð verið mjög ötull við að gefa fé til góðgerðarmála í heimalandi sínu og er þessi nýjasta og rausnarlegasta gjöf hans eflaust gefin með atburði ársins 1997 í huga, en þá lést móðir hans af veikindum. Á þeim tíma var mikil ólga í Kinshasa og þó sjúkrahúsið væri stutt frá heimili hennar, tókst ekki að koma henni undir læknishendur í tæka tíð, því göturnar voru tepptar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira