Hagnaður Sparisjóðabankans aldrei meiri 15. ágúst 2006 14:59 Hagnaður Sparisjóðabanka Íslands á fyrri helmingi ársins nam rúmum 1,7 milljarði króna sem er 129,9 prósenta aukning á milli ára og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri á sex mánaða tímabili. Hagnaðurinn svarar til 50,8 prósenta arðsemi eigin fjár miðað við heilt ár og er það með því hæsta sem þekkist meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja. Hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári nam 756,2 milljónum króna. Í tilkynningu bankans til Kauphallar Íslands kemur fram, að samfelldur mikill hagnaður í nokkur misseri hafi styrkt stöðu bankans verulega og sé hann því vel í stakk búinn að hefja kröftuga sókn til vaxtar og áframhaldandi arðsemi. Verði áform þar að lútandi kynnt síðar á árinu. Í tilkynningunni kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu hafi numið 603,2 milljónum króna á fyrri hluta ár sem er 53,1 prósenti meira en á sama tíma í fyrra. Nægja vaxtatekjurnar til þess að standa undir öllum rekstrarkostnaði bankans ásamt virðisrýrnun útlána og er það viðsnúningur frá því sem áður var. Þetta bendir til sífellt meiri styrkleika í hefðbundinni útlánastarfsemi bankans, að því er fram kemur í tilkynningunni. Útlán hækkuðu úr 47,4 milljörðum í árslok 2005 í 58,2 milljarða krónur í júnílok og nemur hækkunin 22,7 prósentum. Þar af hækkuðu útlána bankans á viðskiptamenn sem ekki eru lánastofnanir úr 20,9 milljörðum króna í 26,5 milljarða. Í tilkynningunni segir ennfremur að bankinn hafi smám saman aukið útlán til erlendra aðila á síðustu misserum og sjái hann fjölmörg sóknarfæri á því sviði. Ráðist vaxtarmöguleikar bankans að verulegu leyti af aðgengi bankans að erlendu lánsfjármagni en aðstæður á erlendum lánsfjármörkuðum hafa verið íslenskum bönkum erfiðar frá því í febrúar á þessu ári. Þrátt fyrir það hafi bankinn tekið 100 milljónir evra að láni hjá hópi evrópskra banka í maí. Leysti lántakan endurfjármögnunarþörf bankans fram á mitt næsta ár. Bankinn hefur að undanförnu kannað ýmsa nýja lántökumöguleika og virðist sem viðhorf erlendra lánveitenda sé að verða jákvæðara í garð íslenskra banka. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Hagnaður Sparisjóðabanka Íslands á fyrri helmingi ársins nam rúmum 1,7 milljarði króna sem er 129,9 prósenta aukning á milli ára og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri á sex mánaða tímabili. Hagnaðurinn svarar til 50,8 prósenta arðsemi eigin fjár miðað við heilt ár og er það með því hæsta sem þekkist meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja. Hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári nam 756,2 milljónum króna. Í tilkynningu bankans til Kauphallar Íslands kemur fram, að samfelldur mikill hagnaður í nokkur misseri hafi styrkt stöðu bankans verulega og sé hann því vel í stakk búinn að hefja kröftuga sókn til vaxtar og áframhaldandi arðsemi. Verði áform þar að lútandi kynnt síðar á árinu. Í tilkynningunni kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu hafi numið 603,2 milljónum króna á fyrri hluta ár sem er 53,1 prósenti meira en á sama tíma í fyrra. Nægja vaxtatekjurnar til þess að standa undir öllum rekstrarkostnaði bankans ásamt virðisrýrnun útlána og er það viðsnúningur frá því sem áður var. Þetta bendir til sífellt meiri styrkleika í hefðbundinni útlánastarfsemi bankans, að því er fram kemur í tilkynningunni. Útlán hækkuðu úr 47,4 milljörðum í árslok 2005 í 58,2 milljarða krónur í júnílok og nemur hækkunin 22,7 prósentum. Þar af hækkuðu útlána bankans á viðskiptamenn sem ekki eru lánastofnanir úr 20,9 milljörðum króna í 26,5 milljarða. Í tilkynningunni segir ennfremur að bankinn hafi smám saman aukið útlán til erlendra aðila á síðustu misserum og sjái hann fjölmörg sóknarfæri á því sviði. Ráðist vaxtarmöguleikar bankans að verulegu leyti af aðgengi bankans að erlendu lánsfjármagni en aðstæður á erlendum lánsfjármörkuðum hafa verið íslenskum bönkum erfiðar frá því í febrúar á þessu ári. Þrátt fyrir það hafi bankinn tekið 100 milljónir evra að láni hjá hópi evrópskra banka í maí. Leysti lántakan endurfjármögnunarþörf bankans fram á mitt næsta ár. Bankinn hefur að undanförnu kannað ýmsa nýja lántökumöguleika og virðist sem viðhorf erlendra lánveitenda sé að verða jákvæðara í garð íslenskra banka.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira