Lífið

Menningarnótt á Þjóðminjasafninu

Dagskrá Menningarnætur í Þjóðminjasafninu er tileinkuð konum sem ekki eru alltaf mjög sýnilegar. Dagskráin verður mest á blíðlegum nótum þótt stöku tröllskessa stingi upp kollinum.
Dagskrá Menningarnætur í Þjóðminjasafninu er tileinkuð konum sem ekki eru alltaf mjög sýnilegar. Dagskráin verður mest á blíðlegum nótum þótt stöku tröllskessa stingi upp kollinum.

 

Dagskrá Menningarnætur í Þjóðminjasafninu er tileinkuð konum sem ekki eru alltaf mjög sýnilegar. Dagskráin verður mest á blíðlegum nótum þótt stöku tröllskessa stingi upp kollinum.

Dagskráin hefst kl. 13 og stendur óslitið fram að lokun safnsins kl. 21. Íslenskar konur, huldar og aðrar sýnilegri, eru viðfangsefni dagsins í leiðsögnum, söng og sögum sérfróðra um sýningar safnsins. Hvar eru konurnar? er ratleikur fyrir alla fjölskylduna og hin sígilda kvikmynd um Gilitrutt verður sýnd á klukkutíma fresti frá klukkan 14.45 í Fyrirlestrasal safnsins. Þá fá gestir einnig tækifæri til að rækta skáldgáfu sína.

Kl. 15 og 20

Kvennafans - leiðsögn Þorgerðar Þorvaldsdóttur sagn- og kynjafræðings um konur í grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.

Kl. 14 og 17

Leiðsögn Hrafnhildar Schram listfræðings um sýninguna Huldukonur í íslenskri myndlist í Bogasal Þjóðminjasafnsins.

Kl. 13 og 16

Hildigunnur Þráinsdóttir leikkona segir sögur af tröllskessum, álfkonum og huldukonum.

Kl. 13.30 og 16.30

Bára Grímsdóttir tónlistarmaður flytur tónlist sem hæfir tilefninu.

Kl. 14.45, 15.45, 16.45, 17.45, 18.45, og 19.45

Kvikmyndin Gilitrutt frá árinu 1957 sýnd í Fyrirlestrarsal.

Allan daginn:

· Ratleikur: Hvar eru konurnar? fyrir börn og fullorðna

· Sögukefli á Veggnum þar sem gestir sameinast um að semja

álfa- og tröllasögur.

· Með gullband um sig miðja. Sýning á íslenskum búningum og búningaskarti.

· Huldukonur í íslenskri myndlist. Síðasta sýningarhelgi.

Kvenlegar dyggðir í Safnbúð og ástríðukaffi í Kaffitári.

Opið frá kl. 10-21

Aðgangur ókeypis






Fleiri fréttir

Sjá meira


×