Klárar samfélagsþjónustu vegna uppþotsins í Detroit 16. ágúst 2006 20:30 Hérna má sjá mynd af því þegar Artest var leiddur til búningsherberja rifinn og tættur eftir ólætin í Detroit í nóvember 2004 NordicPhotos/GettyImages Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum. Artest hélt í dag fyrirlestur fyrir börn í Detroit, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að hegðun hans í The Palace forðum hafi ekki verið til eftirbreytni, en hann komst í heimsfréttirnar þetta örlagaríka kvöld. Hann lék á þeim tíma með Indiana Pacers og lenti í handalögmálum við Ben Wallace undir lok leiksins. Nokkuð hitnaði í kolunum á vellinum í kjölfarið og enduðu þau viðskipti úti við hliðarlínuna við ritaraborðið. Þegar allt virtist vera að detta í dúnalogn á vellinum, kastaði áhorfandi plastmáli af öli í kjöltuna á Artest þar sem hann lá á ritaraborðinu. Þá skipti engum togum að Artest hljóp upp í áhorfendastæðin á eftir bollakastaranum og tók að lumbra á honum ásamt félaga sínum Stephen Jackson. Artest tók út leikbann það sem eftir lifði tímabilsins og var settur á eins árs skilorð fyrir þetta glórulausa uppátæki, sem þykir eins og áður sagði ein ljótasta uppákoma í bandarískum hópíþróttum. Þó margir hafi slegið því föstu að atvikið setti dökkan blett á íþróttina, hafa aðrir orðið til þess að segja að það hafi aðeins hleypt lífi í sjónvarpsáhorf og áhuga á NBA körfuboltanum. "Ég á ekkert sökótt við John Green," sagði Artest um bollakastarann frá Detroit. "Hann er fínn náungi, en hann gerði mistök rétt eins og aðrir. Allir gera mistök og ég hef fyrirgefið honum. Guð fyrirgefur mönnunum mistökin og því reyni ég að gera það líka," sagði Artest, sem nú leikur með Sacramento Kings við mjög góðan orðstír. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum. Artest hélt í dag fyrirlestur fyrir börn í Detroit, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að hegðun hans í The Palace forðum hafi ekki verið til eftirbreytni, en hann komst í heimsfréttirnar þetta örlagaríka kvöld. Hann lék á þeim tíma með Indiana Pacers og lenti í handalögmálum við Ben Wallace undir lok leiksins. Nokkuð hitnaði í kolunum á vellinum í kjölfarið og enduðu þau viðskipti úti við hliðarlínuna við ritaraborðið. Þegar allt virtist vera að detta í dúnalogn á vellinum, kastaði áhorfandi plastmáli af öli í kjöltuna á Artest þar sem hann lá á ritaraborðinu. Þá skipti engum togum að Artest hljóp upp í áhorfendastæðin á eftir bollakastaranum og tók að lumbra á honum ásamt félaga sínum Stephen Jackson. Artest tók út leikbann það sem eftir lifði tímabilsins og var settur á eins árs skilorð fyrir þetta glórulausa uppátæki, sem þykir eins og áður sagði ein ljótasta uppákoma í bandarískum hópíþróttum. Þó margir hafi slegið því föstu að atvikið setti dökkan blett á íþróttina, hafa aðrir orðið til þess að segja að það hafi aðeins hleypt lífi í sjónvarpsáhorf og áhuga á NBA körfuboltanum. "Ég á ekkert sökótt við John Green," sagði Artest um bollakastarann frá Detroit. "Hann er fínn náungi, en hann gerði mistök rétt eins og aðrir. Allir gera mistök og ég hef fyrirgefið honum. Guð fyrirgefur mönnunum mistökin og því reyni ég að gera það líka," sagði Artest, sem nú leikur með Sacramento Kings við mjög góðan orðstír.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira