Gæta friðar í Líbanon 16. ágúst 2006 22:17 Frakkar munu fara fyrir friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fram í febrúar á næsta ári. Varnarmálaráðherra Frakka greindi frá þessu í kvöld. Þau skilyrði eru þó sett að gæsluliðið hafi skýrt umboð og verði nægilega öflugt. Michele Alliot-Marie, varnarmálaráðherra Frakka, sagðist vona að sem flest Evrópuríki og ríki múslima taki þátt í að styrkja það gæslulið, UNIFIL sem er fyrir í Líbanon. Frakkar stýri UNIFIL og séu reiðubúnir til að halda því áfram fram í febrúar. Utanríkisráðherrar nokkurra ríkja komu til Beirút í dag til að ræða samsetningu liðsins sem myndi fyrst telja þrettán þúsund manns en síðan myndu tvö þúsund liðsmenn bætast í hópinn. Ríki á borð við Frinnland, Malasíu og Marokkó hafa boðist til að senda menn á vettvang. Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands, hvatti líbönsku ríkisstjórnina í dag til að hraða flutningum á fimmtán þúsund manna liði sínu til suðurhluta landsins svo Ísraelsher geti tygjað sig aftur yfir landamærin. Hizbollah-samtökin segjast staðráðin í að sýna friðargæslum Sameinuðu þjóðanna og Líbana samvinnu og fagna auknum liðsstyrk í Suður-Líbanon. Það er talið til marks um að samtökin séu alls ekki á þeim buxum að afvopnast, eins og fyrri ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna kveða þó á um, heldur ætli þau í besta falli að setja vígbúnað sinn í geymslur. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, átti í dag fund með Kofi Annan, framkvæmdastjór Sameinuðu þjóðanna, í New York. Þar sagði hún Hizbollah-skæruliða þegar hafa bortið gegn vopnahlésályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem ekki verið búið að láta tvo ísraelska hermenn lausa en ránið á þeim varð kveikjan að árás Ísraela. Skip, sem flutti flutnignabílar hlaðnir hjálpargögnum frá Sameinuðu þjóðunum, lagðist að bryggju í hafnarborginni Týrus í Suður-Líbanon. Þetta eru fyrstu hjálpargögn sem berast til borgarinnar síðan vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah tók gildi. Lagt er hart á að flytja hjálpargögn sem fyrst til stríðshrjáðra nú þegar búið er að stilla til friðar. Íbúar átakanasvæðanna streyma nú úr öllum áttum aftur til síns heima. Sumir hafa þó einungis fundið rústir þar sem áður stóðu heimili þeirra og því er ekki um annað að velja en að búa í tjöldum. Erlent Fréttir Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Fleiri fréttir Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Sjá meira
Frakkar munu fara fyrir friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fram í febrúar á næsta ári. Varnarmálaráðherra Frakka greindi frá þessu í kvöld. Þau skilyrði eru þó sett að gæsluliðið hafi skýrt umboð og verði nægilega öflugt. Michele Alliot-Marie, varnarmálaráðherra Frakka, sagðist vona að sem flest Evrópuríki og ríki múslima taki þátt í að styrkja það gæslulið, UNIFIL sem er fyrir í Líbanon. Frakkar stýri UNIFIL og séu reiðubúnir til að halda því áfram fram í febrúar. Utanríkisráðherrar nokkurra ríkja komu til Beirút í dag til að ræða samsetningu liðsins sem myndi fyrst telja þrettán þúsund manns en síðan myndu tvö þúsund liðsmenn bætast í hópinn. Ríki á borð við Frinnland, Malasíu og Marokkó hafa boðist til að senda menn á vettvang. Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands, hvatti líbönsku ríkisstjórnina í dag til að hraða flutningum á fimmtán þúsund manna liði sínu til suðurhluta landsins svo Ísraelsher geti tygjað sig aftur yfir landamærin. Hizbollah-samtökin segjast staðráðin í að sýna friðargæslum Sameinuðu þjóðanna og Líbana samvinnu og fagna auknum liðsstyrk í Suður-Líbanon. Það er talið til marks um að samtökin séu alls ekki á þeim buxum að afvopnast, eins og fyrri ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna kveða þó á um, heldur ætli þau í besta falli að setja vígbúnað sinn í geymslur. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, átti í dag fund með Kofi Annan, framkvæmdastjór Sameinuðu þjóðanna, í New York. Þar sagði hún Hizbollah-skæruliða þegar hafa bortið gegn vopnahlésályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem ekki verið búið að láta tvo ísraelska hermenn lausa en ránið á þeim varð kveikjan að árás Ísraela. Skip, sem flutti flutnignabílar hlaðnir hjálpargögnum frá Sameinuðu þjóðunum, lagðist að bryggju í hafnarborginni Týrus í Suður-Líbanon. Þetta eru fyrstu hjálpargögn sem berast til borgarinnar síðan vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah tók gildi. Lagt er hart á að flytja hjálpargögn sem fyrst til stríðshrjáðra nú þegar búið er að stilla til friðar. Íbúar átakanasvæðanna streyma nú úr öllum áttum aftur til síns heima. Sumir hafa þó einungis fundið rústir þar sem áður stóðu heimili þeirra og því er ekki um annað að velja en að búa í tjöldum.
Erlent Fréttir Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Fleiri fréttir Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Sjá meira