Lífið

Unglingar vega og meta íslenska list

Elstu nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur fengu í sumar menningarfræðslu í Hafnarhúsinu. Unglingarnir skoðuðu ólík listform og reyndu aðstandendur fræðslunnar að leiða þeim fyrir sjónir miklivægi lista í daglegu lífi.

Nemendur kynnust verkum ýmissa listamanna og reynt var að fá þá til að velta fyrir sér spurningunni um hagnýtt gildi lista. Þróun teiknimyndasagna var eitt af þeim verkefnum sem fjallað var um. Nemendur skoðuðu m.a. verk Hugleiks Dagssonar en í þeim ræður einfaldleikinn ríkjum og er áherslan á lifandi söguþráð fremur en flóknar tæknilegar útfærslur. Í fræðslunni gerðu allir teiknimyndasögu sem þeir léku að lokun og útskýrðu frammi fyrir félögum sínum.

Hugleikur Dagsson og Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður hafa útnefnt þrjár bestu sögunar sem bestu nemendaverk sumarsins. Vinningshafarnir fá glæsilegan GSM-síma frá Símanum og gjafabréf í myndasöguversluninni Nexus við Hverfisgötu. Afhending verðlauna fer fram í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu næstkomandi laugardag kl. 16.30 í tengslum við Menningarnótt og þar verða vinningstillögurnar sýndar gestum hátíðarinnar. Allir eru velkomnir að mæta á þennan viðburð og að skoða falleg verk ungra listamanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×