Seðlabankastjóri setur ekki lög 17. ágúst 2006 17:30 Kristinn H. Gunnarsson á Flokksþingi Framsóknarflokksins MYND/Valgarður Gíslason Seðlabankastjóri hefur ekki vald til stefnumótunar varðandi Íbúðalánasjóð, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að Framsóknarmenn muni standa fast á því að ákvæði í stjórnarsáttmála um sjóðinn standi. Við hækkun stýrivaxta í gær sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á Íbúðalánasjóði fyrir áramót. Hugmyndir liggja fyrir hjá ríkisstjórinni um að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka, en félagsmálaráðherra segist ekki geta sagt til um hvort frumvarp þess efnis verði lagt fyrir í haust. Enn vinni starfshópur að málefninu. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifar á heimasíðu sína, www.kristinn.is, í dag að hann skilji ekki þessar þreifingar með íbúðalánasjóð. Stjórnarsáttmáli hafi verið undirritaður þar sem staða Íbúðalánasjóðs sé tryggð. Seðlabankastjóri hafi ekki vald til þess að segja til um hvaða lög eigi að setja og hvenær. Kristinn bendir einnig á að Íbúðalánasjóður hafi ekki ýtt af stað verðbólgunni, heldur bankarnir með hundrað prósent íbúðalánum sínum. Íbúðalánasjóður hafi komið með mestu kjarabót sem neytendur hafi séð í langan tíma þegar hann lækkaði vexti í 4,15%. Í pistli sínum segir Kristinn það engu líkara en að Davíð Oddsson hafi gleymt að hann sé hættur í stjórnmálum. Ríkisstjórinni sé óheimilt að gera breytingar á Íbúðalánasjóði vegna stjórnarsáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Orð skulu standa og pólitískir draugar kveðnir niður. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Seðlabankastjóri hefur ekki vald til stefnumótunar varðandi Íbúðalánasjóð, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að Framsóknarmenn muni standa fast á því að ákvæði í stjórnarsáttmála um sjóðinn standi. Við hækkun stýrivaxta í gær sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á Íbúðalánasjóði fyrir áramót. Hugmyndir liggja fyrir hjá ríkisstjórinni um að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka, en félagsmálaráðherra segist ekki geta sagt til um hvort frumvarp þess efnis verði lagt fyrir í haust. Enn vinni starfshópur að málefninu. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifar á heimasíðu sína, www.kristinn.is, í dag að hann skilji ekki þessar þreifingar með íbúðalánasjóð. Stjórnarsáttmáli hafi verið undirritaður þar sem staða Íbúðalánasjóðs sé tryggð. Seðlabankastjóri hafi ekki vald til þess að segja til um hvaða lög eigi að setja og hvenær. Kristinn bendir einnig á að Íbúðalánasjóður hafi ekki ýtt af stað verðbólgunni, heldur bankarnir með hundrað prósent íbúðalánum sínum. Íbúðalánasjóður hafi komið með mestu kjarabót sem neytendur hafi séð í langan tíma þegar hann lækkaði vexti í 4,15%. Í pistli sínum segir Kristinn það engu líkara en að Davíð Oddsson hafi gleymt að hann sé hættur í stjórnmálum. Ríkisstjórinni sé óheimilt að gera breytingar á Íbúðalánasjóði vegna stjórnarsáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Orð skulu standa og pólitískir draugar kveðnir niður.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira