Minni hagnaður hjá Opnum Kerfum Group 18. ágúst 2006 14:40 Hagnaður Opinna Kerfa Group hf. nam 46 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega helmingi minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári en þá nam hagnaðurinn 86 milljónum króna. Opin Kerfi Group hf. samanstendur af móðurfélaginu, tveimur eignarhaldsfélögum og þremur rekstrarfélögum sem eru: Opin kerfi ehf., Kerfi AB í Svíþjóð og Kerfi A/S í Danmörku. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að heildarvelta samstæðu Opinna Kerfa hafi numið rúmum 6,4 milljörðum króna á tímabilinu samanborðið við rúma 5,6 milljarða árið á undan. Um 74 prósent tekna eiga uppruna sinn í erlendri starfsemi félagsins. Hlutfallið var 68 prósent í fyrra. Þá eru 75 prósent tekna fyrirtækisins komin frá sölu á vél- og hugbúnaði en fjórðungur eru þjónustutekjur. Rekstrarhagnaður Opinna Kerfa fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 143 milljónir króna sem er 34 milljónum minna en í fyrra. Lækkunin er aðallega komin vegna breytinga á niðurstöðu félagsins í Danmörku. Forráðamenn félagsins gera ráð fyrir að í heild verði EBITDA ársins töluvert meiri nú en á fyrra ári. Þekktar árstíðabundnar sveiflur í rekstrinum gera það að verkum að þriðji árshluti er ávallt slakur, en síðasti fjórðungur sterkur, sem skilar þá seinni árshelmingi sem er að öðru jöfnu töluvert betri en sá fyrri, segir í sex mánaða uppgjöri félagsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Hagnaður Opinna Kerfa Group hf. nam 46 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega helmingi minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári en þá nam hagnaðurinn 86 milljónum króna. Opin Kerfi Group hf. samanstendur af móðurfélaginu, tveimur eignarhaldsfélögum og þremur rekstrarfélögum sem eru: Opin kerfi ehf., Kerfi AB í Svíþjóð og Kerfi A/S í Danmörku. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að heildarvelta samstæðu Opinna Kerfa hafi numið rúmum 6,4 milljörðum króna á tímabilinu samanborðið við rúma 5,6 milljarða árið á undan. Um 74 prósent tekna eiga uppruna sinn í erlendri starfsemi félagsins. Hlutfallið var 68 prósent í fyrra. Þá eru 75 prósent tekna fyrirtækisins komin frá sölu á vél- og hugbúnaði en fjórðungur eru þjónustutekjur. Rekstrarhagnaður Opinna Kerfa fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 143 milljónir króna sem er 34 milljónum minna en í fyrra. Lækkunin er aðallega komin vegna breytinga á niðurstöðu félagsins í Danmörku. Forráðamenn félagsins gera ráð fyrir að í heild verði EBITDA ársins töluvert meiri nú en á fyrra ári. Þekktar árstíðabundnar sveiflur í rekstrinum gera það að verkum að þriðji árshluti er ávallt slakur, en síðasti fjórðungur sterkur, sem skilar þá seinni árshelmingi sem er að öðru jöfnu töluvert betri en sá fyrri, segir í sex mánaða uppgjöri félagsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira