Landssamband Framsóknarkvenna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að konur bjóði sig fram í öll forystusæti Framsóknarflokksins. Á það er bent að þetta er í fyrsta sinn sem kona býður sig fram í formannssæti Framsóknarflokksins.
Landsstjórn Landssambandsins hvetur einnig til þess að á flokksþinginu verði hlutur kvenna í forystusveit flokksins aukinn.