Hegningarhúsið stenst ekki undanþáguskilyrði 18. ágúst 2006 19:00 Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er og hefur verið á undanþágu hjá heilbrigðisyfirvöldum í mörg ár. Ekki er hægt að fara að skilyrðum fyrir undanþágunni vegna yfirfullra fangelsa. Aðgerðir til að fjölga fangaplássum eru stopp vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fresta framkvæmdum. Fangelsi landsins eru yfirfull og hefur Fangelsismálastofnun ekki getað tekið við öllum gæsluvarðhaldsföngum sem þeir hafa verið beðnir um að vista. Hegningarhúsið á Skólavörðustíg er á undanþágu frá heilbrigðisyfirvöldum í Reykjavík. Nú er svo yfirfullt að fangelsið stenst ekki skilyrði fyrir undanþágunni en hún kveður á um að aðeins einn fangi skuli vera í hverjum klefa en nú er tvímennt í þremur klefum. Undanþága hegningarhússins gildir til ársins 2010 en þá er stefnt að því endurbætur og fjölgun plássa verði lokið. Alls eru ellefu gæsluvarðhaldspláss og segir fangelsismálastjóri að meðaltali tvo vera í einangrun hverju sinni. Ástandið að undanförnu er því langt frá meðaltalinu. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri, segist því ekki vita hvert framhaldið verður en vonast til að það skýrist í haust þegar þing kemur saman að nýju. En frestun framkvæmda er liður í aðgerðum stjórnvalda til að draga úr þenslu og sporna gegn verðbólgu. Bitnar framkvæmdastöðvunin helst á fjölgun fangapláss um átta á Kvíabryggju. Eins ætti að vera búið að bjóða út framkvæmdir við fangelsið á Akureyri og stöðvunin hefur líka áhrif á hönnunarvinnu við fangelsi á Hólmsheiði sem á að vera til búið árið 2010 og á breytingar á Litla hrauni sem ljúka á ári fyrr. En saga um nýtt fangelsi er orðin gömul. Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er og hefur verið á undanþágu hjá heilbrigðisyfirvöldum í mörg ár. Ekki er hægt að fara að skilyrðum fyrir undanþágunni vegna yfirfullra fangelsa. Aðgerðir til að fjölga fangaplássum eru stopp vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fresta framkvæmdum. Fangelsi landsins eru yfirfull og hefur Fangelsismálastofnun ekki getað tekið við öllum gæsluvarðhaldsföngum sem þeir hafa verið beðnir um að vista. Hegningarhúsið á Skólavörðustíg er á undanþágu frá heilbrigðisyfirvöldum í Reykjavík. Nú er svo yfirfullt að fangelsið stenst ekki skilyrði fyrir undanþágunni en hún kveður á um að aðeins einn fangi skuli vera í hverjum klefa en nú er tvímennt í þremur klefum. Undanþága hegningarhússins gildir til ársins 2010 en þá er stefnt að því endurbætur og fjölgun plássa verði lokið. Alls eru ellefu gæsluvarðhaldspláss og segir fangelsismálastjóri að meðaltali tvo vera í einangrun hverju sinni. Ástandið að undanförnu er því langt frá meðaltalinu. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri, segist því ekki vita hvert framhaldið verður en vonast til að það skýrist í haust þegar þing kemur saman að nýju. En frestun framkvæmda er liður í aðgerðum stjórnvalda til að draga úr þenslu og sporna gegn verðbólgu. Bitnar framkvæmdastöðvunin helst á fjölgun fangapláss um átta á Kvíabryggju. Eins ætti að vera búið að bjóða út framkvæmdir við fangelsið á Akureyri og stöðvunin hefur líka áhrif á hönnunarvinnu við fangelsi á Hólmsheiði sem á að vera til búið árið 2010 og á breytingar á Litla hrauni sem ljúka á ári fyrr. En saga um nýtt fangelsi er orðin gömul.
Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira