Erlent

Grunaður um að hafa komið fyrir sprengjum í lestum

Lögreglan í Þýskalandi handtók í morgun mann sem er grunaður um að hafa átt þátt í að koma fyrir sprengjum í tveimur lestum þar í landi í síðasta mánuði. Sprengjurnar fundust í lestum í borgununum Dortmund og Koblenz. Maðurinn talinn annar tveggja sem sést á upptöku í öryggismyndavél á aðallestarstöðinni í Köln en báðar lestirnar fóru um hana. Maðurinn var handtekinn á aðallestarstöðinni í Kiel í norðurhluta Þýskalands. Í gær greindu þýsk lögregluyfirvöld frá því að grunur léki á að þeir sem komu sprengjunum fyrir tengdust hryðjuverkasamtökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×