Boðar samstöðu og sættir flokksmanna 20. ágúst 2006 03:30 Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem lauk í gær. Jón hlaut 417 atkvæði eða 54,8% en Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisog tryggingaráðherra, hlaut 336 atkvæði eða 44,15%. Jón þakkaði fundarmönnum stuðninginn og sagði þingið og kjörið vera tímamót í sögu Framsóknarflokksins. Hann sagði úrslit formannskjörsins á þá lund að enginn hefði tapað, allir hefðu sigrað. Þá sagðist hann ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að efla innri samstöðu og jafna ágreining sem upp hefur komið og upp kann að koma innan flokksins. „Ég er ánægður með kosninguna og er sannfærður um að hún styrkir flokkinn til framtíðar," sagði Jón í samtali við Fréttablaðið. Siv Friðleifsdóttir var á sama máli og sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að flokkurinn allur hefði sigrað. „Ég var tilbúin til að leiða flokkinn en flokksþing hefur talað og þetta er niðurstaðan." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var endurkjörinn varaformaður. Hann hlaut 437 atkvæði eða 60,95% en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hlaut 262 atkvæði eða 36,54%. Guðni sagðist hafa haft góða tilfinningu fyrir úrslitunum. „Ég hafði orðið tilfinningu fyrir því að ég væri nokkuð sterkur og myndi hafa þetta," sagði hann að kjöri loknu. Jónína sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að kosningarnar gætu farið á þennan veg, en hún verði eftir sem áður í forystustarfi fyrir flokkinn og stefni að því að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Sæunn Stefánsdóttir var kjörin ritari flokksins. Hún hlaut 436 atkvæði eða 75,43% en Haukur Logi Karlsson hlaut 82 atkvæði eða 14,19%. Áður en að kjörinu kom drógu þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson framboð sín til ritaraembættisins til baka og lýstu yfir stuðningi við Sæunni. Fréttir Innlent Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem lauk í gær. Jón hlaut 417 atkvæði eða 54,8% en Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisog tryggingaráðherra, hlaut 336 atkvæði eða 44,15%. Jón þakkaði fundarmönnum stuðninginn og sagði þingið og kjörið vera tímamót í sögu Framsóknarflokksins. Hann sagði úrslit formannskjörsins á þá lund að enginn hefði tapað, allir hefðu sigrað. Þá sagðist hann ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að efla innri samstöðu og jafna ágreining sem upp hefur komið og upp kann að koma innan flokksins. „Ég er ánægður með kosninguna og er sannfærður um að hún styrkir flokkinn til framtíðar," sagði Jón í samtali við Fréttablaðið. Siv Friðleifsdóttir var á sama máli og sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að flokkurinn allur hefði sigrað. „Ég var tilbúin til að leiða flokkinn en flokksþing hefur talað og þetta er niðurstaðan." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var endurkjörinn varaformaður. Hann hlaut 437 atkvæði eða 60,95% en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hlaut 262 atkvæði eða 36,54%. Guðni sagðist hafa haft góða tilfinningu fyrir úrslitunum. „Ég hafði orðið tilfinningu fyrir því að ég væri nokkuð sterkur og myndi hafa þetta," sagði hann að kjöri loknu. Jónína sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að kosningarnar gætu farið á þennan veg, en hún verði eftir sem áður í forystustarfi fyrir flokkinn og stefni að því að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Sæunn Stefánsdóttir var kjörin ritari flokksins. Hún hlaut 436 atkvæði eða 75,43% en Haukur Logi Karlsson hlaut 82 atkvæði eða 14,19%. Áður en að kjörinu kom drógu þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson framboð sín til ritaraembættisins til baka og lýstu yfir stuðningi við Sæunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira