Innlent

Fyrsti unginn í átta ár

Muke með langþráð afkvæmi sitt í fanginu.
Muke með langþráð afkvæmi sitt í fanginu. MYND/AP
Starfsmenn dýragarðsins í Cincinnati í Bandaríkjunum fögnuðu á dögunum fæðingu fyrstu górillunnar þar í átta ár. Muke fæddi þar heilbrigða, karlkyns górillu og er það þriðja fæðing hennar. Muke er tuttugu og fjögurra ára en faðirinn, Jomo, er fimmtán ára og lánaður frá dýragarðinum í Toronto. Górillurnar í dýragarðinum í Cincinnatti hafa verið nokkuð duglegar við að eignast afkvæmi og höfðu tæplega fimmtíu fæðst þar fram til ársins 1998 en þá bættist ekkert í hópinn, þar til fyrir viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×