Meira en 50 þúsund manns tóku þátt í göngu til stuðnings kröfu Lopez Obrador, forsetaframbjóðanda í Mexíkó, um að öll atkvæði í forsetakosningunum sem haldnar voru annan júlí síðastliðinn verði talin upp á nýtt. Lopez Obrador ávarpaði fjöldann og sagði sigurvegara kosninganna, Vicente Fox, hafa svikið lýðræðið en hann hefur ítrekað sakað hann um kosningasvindl og sagst hafa myndbandsupptökur sem sanni það. Kosningadómstóll Mexíkó hefur enn ekki skorið úr um hver sigraði í kosningunum, en stuðningsmenn Lopez Obradors hafa í þrjár vikur truflað umferð og jafnvel lokað nokkrum aðalgötum Mexíkóborgar til að vekja athygli á málstað sínum.
Erlent