Réttarhöld yfir Saddam Hussein hafin að nýju 21. ágúst 2006 09:13 Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í dag að tjá sig um ákæruatriði saksóknara en ný réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Að þessu sinni er réttað yfir Saddam og sjö samverkamönnum hans vegna stríðsglæpa, þjóðarmorða og glæpa gegn mannkyni á árunum 1987-88 þegar sókn ríkisstjórnarinnar í Bagdad gegn Kúrdum, svonefnd Anfal-herferð, stóð yfir. Talið er að um 100.000 manns hafi látið lífið í þessum óhugnanlegu hreinsunum sem Saddam er sagður hafa fyrirskipað til að refsa Kúrdum fyrir að styðja Írana í fyrsta Persaflóastríðinu. Í nokkrum tilvikum beitti stjórnarherinn eiturgasi en einn sjömenninganna sem hafa verið ákærðir er Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem Efnavopna-Ali. Ekki er þó fjallað um gasárásina á kúrdíska bæinn Halabja í þessum réttarhöldum þar sem 5.500 dóu, sérstakt dómhald verður helgað þeim hildarleik. Í morgun sýndi Saddam dómurunum að vanda lítinn samstarfsvilja, fyrst neitaði hann að segja til nafns og þegar hann var spurður um hvort hann væri sekur eða saklaus sagði hann að þeirri spurningu yrði að svara í nokkurra binda bókaflokk. Kveðinn verður upp dómur úr síðustu réttarhöldum yfir Saddam þann 16. október en þessi nýbyrjuðu réttarhöld munu hafa sinn gang jafnvel þó hann verði dæmdur til dauða. Von er á fleiri réttarhöldum að þessum loknum enda var ákveðið áður en byrjað var að rétta yfir Saddam, að sérstök réttarhöld yrðu haldin fyrir hvern og einn þátt í blóðugri forsetatíð hans. Erlent Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í dag að tjá sig um ákæruatriði saksóknara en ný réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Að þessu sinni er réttað yfir Saddam og sjö samverkamönnum hans vegna stríðsglæpa, þjóðarmorða og glæpa gegn mannkyni á árunum 1987-88 þegar sókn ríkisstjórnarinnar í Bagdad gegn Kúrdum, svonefnd Anfal-herferð, stóð yfir. Talið er að um 100.000 manns hafi látið lífið í þessum óhugnanlegu hreinsunum sem Saddam er sagður hafa fyrirskipað til að refsa Kúrdum fyrir að styðja Írana í fyrsta Persaflóastríðinu. Í nokkrum tilvikum beitti stjórnarherinn eiturgasi en einn sjömenninganna sem hafa verið ákærðir er Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem Efnavopna-Ali. Ekki er þó fjallað um gasárásina á kúrdíska bæinn Halabja í þessum réttarhöldum þar sem 5.500 dóu, sérstakt dómhald verður helgað þeim hildarleik. Í morgun sýndi Saddam dómurunum að vanda lítinn samstarfsvilja, fyrst neitaði hann að segja til nafns og þegar hann var spurður um hvort hann væri sekur eða saklaus sagði hann að þeirri spurningu yrði að svara í nokkurra binda bókaflokk. Kveðinn verður upp dómur úr síðustu réttarhöldum yfir Saddam þann 16. október en þessi nýbyrjuðu réttarhöld munu hafa sinn gang jafnvel þó hann verði dæmdur til dauða. Von er á fleiri réttarhöldum að þessum loknum enda var ákveðið áður en byrjað var að rétta yfir Saddam, að sérstök réttarhöld yrðu haldin fyrir hvern og einn þátt í blóðugri forsetatíð hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira