Vill fá Hring aftur heim í Hringsdal 21. ágúst 2006 19:00 Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Fornleifafræðingar fundu í síðustu viku beinagrind af landnámsmanni við uppgröft í kumli í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Kumlið reyndist einstaklega vel varðveitt. Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segir það vera vegna óvenjulegra aðstæðna á staðnum en sandur hafi hlaðist ofan á kumlið og varnað því að fólk kæmist í það. Ásamt beinagrindinni fundust í gröfinni sverð sem er um metri á lengd, spjótsoddur, skjaldarbóla, kambur og alur eða hnífur. Minjarnar voru fluttar til Reykjavíkur fyrir helgi þar sem þær verða hreinsaðar og rannsakaðar frekar. Því er haldið fram að maðurinn í gröfinni sé Hringur sá er dalurinn er kenndur við. Munnmælasögur segja að hann hafi verið vígamaður mikill en fallið fyrir hendi fjandmanna sinna úr Arnarfirði. Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, segist ekki trúa öðru eftir þennan fund en að munnmælasagan eigi sér stoð. Hilmar vill að líkamsleifar Hrings verði fluttar aftur vestur þar sem þær verði til sýnis fyrir almenning. Forstöðumaður Fornleifastofnunar fagnar öllum hugmyndum um að kynna menningararfinn en vegna strangra krafna um varðveisluskilyrði telji hann viðráðanlegra að koma upp sýningaraðstöðu á Bíldudal eða Hrafnseyri. Það kæmi honum ekki á óvart að ef menn haldi áfram uppgreftri á svæðinu finnist fleiri fornmenn og þá sé kominn stofn að sýningu um þennan merka þátt í menningarsögu landsins. Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Landeigandi í Hringsdal vill að líkamsleifar landnámsmanns, sem fundust við uppgröft í dalnum í síðustu viku, verði fluttar aftur í dalinn til sýnis fyrir almenning. Forstöðumanni Fornleifastofnunar líst vel á hugmyndina en segir hana þó erfiða í framkvæmd. Fornleifafræðingar fundu í síðustu viku beinagrind af landnámsmanni við uppgröft í kumli í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Kumlið reyndist einstaklega vel varðveitt. Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segir það vera vegna óvenjulegra aðstæðna á staðnum en sandur hafi hlaðist ofan á kumlið og varnað því að fólk kæmist í það. Ásamt beinagrindinni fundust í gröfinni sverð sem er um metri á lengd, spjótsoddur, skjaldarbóla, kambur og alur eða hnífur. Minjarnar voru fluttar til Reykjavíkur fyrir helgi þar sem þær verða hreinsaðar og rannsakaðar frekar. Því er haldið fram að maðurinn í gröfinni sé Hringur sá er dalurinn er kenndur við. Munnmælasögur segja að hann hafi verið vígamaður mikill en fallið fyrir hendi fjandmanna sinna úr Arnarfirði. Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, segist ekki trúa öðru eftir þennan fund en að munnmælasagan eigi sér stoð. Hilmar vill að líkamsleifar Hrings verði fluttar aftur vestur þar sem þær verði til sýnis fyrir almenning. Forstöðumaður Fornleifastofnunar fagnar öllum hugmyndum um að kynna menningararfinn en vegna strangra krafna um varðveisluskilyrði telji hann viðráðanlegra að koma upp sýningaraðstöðu á Bíldudal eða Hrafnseyri. Það kæmi honum ekki á óvart að ef menn haldi áfram uppgreftri á svæðinu finnist fleiri fornmenn og þá sé kominn stofn að sýningu um þennan merka þátt í menningarsögu landsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira