Hunsa boð um rússneskar þyrlur 21. ágúst 2006 19:07 Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Kristinn Hrafnsson.Þyrlurnar sem Landhelgisgisgæslan notar - TF SIF og TF LIF eru franskar - sú minni er af svokallaðri dolphin gerð en sú stærri er kölluð Super Puma. Ekki eru bornar brigður á að þetta séu hinar vönduðustu þyrlur og hentugar í björgunar og leitarstörf. Sikorsky þyrlur frá bandaríkjunum - sem mikið eru notaðar af bandarískra hernum eru nefndar sem valkostur sem hægt væri að bera þessar þyrlur saman við. En þessar þyrlur eru dýrar - hver ný Puma kostar ríflega tvo millljarð króna og sikorsky er á svipuðu verði. Til stendur að kaupa þrjár nýjar þyrlur í samræmi við tillögur frá nefnd Björns Bjarnasonar sem skilaði áliti í síðasta mánuði og kynntar voru í ríkisstjórn. Ef menn halda sig við franskar eða bandarískar þyrlur eru þetta innkaup uppá ríflega sex miljarða króna. Á meðan verið er að kanna þessi kaup verða tvær þyrlur leigðar - sömu gerðar og nú eru í rekstri hjá gæslunni og koma þær til landsins í næsta mánuði. En íslenskum stjórnvöldum stendur til boða mun ódýrari valkostur sem gæti sparað þjóðarbúinu að minsta kosti fjóra komma fimm milljarða króna. Ítrekað hefur verið reynt að vekja athygli stjórnvalda á rússneskum björgunarþyrlum af gerðinni MI 172. Þetta eru þyrlur sem hafa verið notaðar töluvert utan rússlands og þykja henta vel á norðurslóðum, enda hannaðar sérstaklega til að þola erfiðar aðstæður í fimbulkulda. Rússnesku þyrlurnar hafa verið notaðar af Kandadmönnum auk þess sem tugir þyrlna af þessu tagi eru notaðar af Sameinuðu þjóðunum. Þær voru meðal annars notaðar í fjallahérðuðum Himmalæja við bjögunarstörf í kjölfar jarðskjálftana í Pakistan á liðnu ári. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að bera saman ólíka þyrlukosti. Verðið á rússnesku þyrlunum slær þó hinum við með afgerandi hætti. MI 172 kostar ný innan við 300 milljónir króna - eða sjö sinnum minna en Puma. Þó svo að það þurfi að bæta við þá tölu vegna viðbótarbúnaðar er óumdeilt að hægt er að kaupa að minnsta kosti fjórar fullbúnar þyrlur af þessari gerð fyrir verð einnar Púmu. Þrátt fyrir þennan mun virðist áhuginn á að skoða þennan valkost hér á landi lítill. NFS hefur heimildir fyrir því að Viktor Tatarintsev, sendirherra rússa hér á landi hafi beitt sér í málinu, án árangurs. þannig hafi hann haft milligöngu um að senda utanríkisráðuneytinu erindi í apríl þar sem fulltrúum íslenskra stjórnvalda var boðið í ferð til rússlands til að skoða þessar þyrlur. Samkvæmt heimildum NFS virti utanríkisráðuneytið sendiherrann ekki svars. Þetta sama boð var nýverið kynnt Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hann staðfesti það í samtali við NFS en segist ekki telja að gæslan geti þegið slíkt boð án milligöngu dómsmálaráðuneytisins, sem gæslan heyrir undir. Hann segist þó aðspurður telja fulla ástæðu til þess að skoða þann valkost að kaupa þessar rússnesku þyrlur - svo fremi sem þær standist kröfur evrópskra flugmálayfirvalda. Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Kristinn Hrafnsson.Þyrlurnar sem Landhelgisgisgæslan notar - TF SIF og TF LIF eru franskar - sú minni er af svokallaðri dolphin gerð en sú stærri er kölluð Super Puma. Ekki eru bornar brigður á að þetta séu hinar vönduðustu þyrlur og hentugar í björgunar og leitarstörf. Sikorsky þyrlur frá bandaríkjunum - sem mikið eru notaðar af bandarískra hernum eru nefndar sem valkostur sem hægt væri að bera þessar þyrlur saman við. En þessar þyrlur eru dýrar - hver ný Puma kostar ríflega tvo millljarð króna og sikorsky er á svipuðu verði. Til stendur að kaupa þrjár nýjar þyrlur í samræmi við tillögur frá nefnd Björns Bjarnasonar sem skilaði áliti í síðasta mánuði og kynntar voru í ríkisstjórn. Ef menn halda sig við franskar eða bandarískar þyrlur eru þetta innkaup uppá ríflega sex miljarða króna. Á meðan verið er að kanna þessi kaup verða tvær þyrlur leigðar - sömu gerðar og nú eru í rekstri hjá gæslunni og koma þær til landsins í næsta mánuði. En íslenskum stjórnvöldum stendur til boða mun ódýrari valkostur sem gæti sparað þjóðarbúinu að minsta kosti fjóra komma fimm milljarða króna. Ítrekað hefur verið reynt að vekja athygli stjórnvalda á rússneskum björgunarþyrlum af gerðinni MI 172. Þetta eru þyrlur sem hafa verið notaðar töluvert utan rússlands og þykja henta vel á norðurslóðum, enda hannaðar sérstaklega til að þola erfiðar aðstæður í fimbulkulda. Rússnesku þyrlurnar hafa verið notaðar af Kandadmönnum auk þess sem tugir þyrlna af þessu tagi eru notaðar af Sameinuðu þjóðunum. Þær voru meðal annars notaðar í fjallahérðuðum Himmalæja við bjögunarstörf í kjölfar jarðskjálftana í Pakistan á liðnu ári. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að bera saman ólíka þyrlukosti. Verðið á rússnesku þyrlunum slær þó hinum við með afgerandi hætti. MI 172 kostar ný innan við 300 milljónir króna - eða sjö sinnum minna en Puma. Þó svo að það þurfi að bæta við þá tölu vegna viðbótarbúnaðar er óumdeilt að hægt er að kaupa að minnsta kosti fjórar fullbúnar þyrlur af þessari gerð fyrir verð einnar Púmu. Þrátt fyrir þennan mun virðist áhuginn á að skoða þennan valkost hér á landi lítill. NFS hefur heimildir fyrir því að Viktor Tatarintsev, sendirherra rússa hér á landi hafi beitt sér í málinu, án árangurs. þannig hafi hann haft milligöngu um að senda utanríkisráðuneytinu erindi í apríl þar sem fulltrúum íslenskra stjórnvalda var boðið í ferð til rússlands til að skoða þessar þyrlur. Samkvæmt heimildum NFS virti utanríkisráðuneytið sendiherrann ekki svars. Þetta sama boð var nýverið kynnt Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hann staðfesti það í samtali við NFS en segist ekki telja að gæslan geti þegið slíkt boð án milligöngu dómsmálaráðuneytisins, sem gæslan heyrir undir. Hann segist þó aðspurður telja fulla ástæðu til þess að skoða þann valkost að kaupa þessar rússnesku þyrlur - svo fremi sem þær standist kröfur evrópskra flugmálayfirvalda.
Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira