Lífið

Miðasala að hefjast

Miðasla á stórtónleika Björgvins Halldórssonar hefst í lok vikunnar.
Miðasla á stórtónleika Björgvins Halldórssonar hefst í lok vikunnar.

Miðasala á stórtónleika Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst næsta föstudag, 25. ágúst, kl. 10:00 á öllum sölustöðum. Miðasalan er í höndum Miða.is og er fram á www.midi.is, www.bravo.is, í verslunum Skífunnar og verslunum BT á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Einnig er hægt að kaupa miða í síma 580-8020.

Sérstök forsala fyrir M12 áskrifendur Stöðvar 2 mun fara fram daginn áður, fimmtudaginn 24. ágúst, og hefst klukkan 10:00 á sömu sölustöðum.

Aðeins verður selt í númeruð sæti og hefur Laugardalshöll verið skipt upp í tvö verðsvæði:

Salur: 7.500 + miðagjald

Stúka: 6.500 + miðagjald

Frá því að tilkynnt var um tónleikana hefur rignt yfir tónleikahaldara fyrirspurnum og af gefnu tilefni vilja þeir taka eftirfarandi fram; ekki er hægt að taka frá miða og aðeins verður um þessa einu tónleika að ræða.

Björgvin Halldórsson flytur úrval laga úr efnisskrá sinni ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fóstbræðrum, Hljómsveit Björgvins, bakröddum og nokkrum landsþekktum gestum. Sérstaklega verður vandað til tónleikanna á allan hátt og má telja líklegt að um verði að ræða einu umfangsmestu tónleika sem ráðist hefur verið út í hérlendis með íslenskum listamanni. Án efa verður um magnaðan tónlistarviðburð að ræða og ógleymanlega kvöldstund fyrir þá heppnu sem ná að tryggja sér miða í tæka tíð.

Tónleikar Björgvins Halldórssonar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Laugardalshöll þann 23. september eru viðburður sem enginn tónlistarunnandi má láta fram hjá sér fara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.