Lífið

PSP verður bleik

Allt frá því að PSP kom út í Evrópu hefur hún selst í meira en 4,5 milljónum eintaka.
Allt frá því að PSP kom út í Evrópu hefur hún selst í meira en 4,5 milljónum eintaka.

 

Þessi útgáfa af bleikri PSP tölvu verður gefin út í takmörkuðu magni og kemur út 27.október 2006 og mun pakkinn innihalda bleika PSP, með öllum nauðsynlegum aukahlutum.

'Útgáfan á bleiku PSP tölvunni er miklu meira en bara að gefa tölvuna út í nýjum lit. Þetta er allt um að sýna það sjálfstraust og kraft sem ungar konur búa yfir. Samstarfið við söngkonuna P!nk mun hjálpa til við að láta PSP ná enn betri fótfestu.' Segir Stephane Hareau, Markaðsstjóri hjá SCEE.

"P!nk er flottur og einstakur listamaður - með aðdráttarafl sem nær út fyrir tónlistariðnaðinn. Hún er vinsæl hjá hjólabrettafólki, tölvuleikjaspilurum og rokkurum" segir John Fleckenstein, hjá Zomba Label Group plötuútgáfunni í New York. "PSP tölvan er bæði svöl og framsækin, og því hinn fullkomni aðili til að vinna með. Við erum mjög ánægð með að vinna með PSP fólkinu að því að færa tónlist Pink til þeirra sem eiga PSP."

Til að undirstrika samstarfið, mun einstakur UMD diskur með tónlist og myndböndum P!nk fylgja með.

Þar að auki munu eigendur bleiku PSP tölvunnar fá aðganga að sérstöku efni í gegnum vefsíðuna yourpsp.com

Allt frá því að PSP kom út í Evrópu hefur hún selst í meira en 4,5 milljónum eintaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×