Fjórir teknir fyrir ölvun í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði tók í nótt fjóra ökumenn á Hafnarfjarðarvegi sem grunaðir voru um ölvun við akstur og telst það frekar mikið á fimmtudagskvöldi. Lögreglan tekur reglulega átak gegn ölvunarakstri þar sem hún stöðvar nær alla bíla á leið sinni, þannig að ökumenn eru enn og aftur minntir á að eftir einn ei aki neinn.