Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum.
Niðurstöður úr DNA-prófi hafa leitt það í ljós. Sálfræðingar segja líklegt að stúlkan þjáist af svokölluðum Stockholm-heilkennum, þegar gíslar taka ræningja sína í sátt og mynda ákveðin tengsl við þá. Rannsókn stendur enn yfir á því hvort stúlkan hafi verið beitt ofbeldi.