Mikill verðmunur á bílatryggingum 25. ágúst 2006 17:08 Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði nýlega verðkönnun hjá sex tryggingarfélögum. ASÍ sendi mann út með Volkswagen Golf sem lét öll félögin sex gera tilboð í lögboðnar ökutækjatryggingar og framrúðutryggingu fyrir fjölskyldubílinn. Talsverður munur reyndist á bæði iðgjaldi og skilmálum félaganna. Mestur var munurinn á tryggingafélaginu Elísabetu sem var með tilboð frá 51.000 krónum og Sjóvá-Almennum sem gerði tilboð upp á tæplega 80.000 krónur. Munar þar 29.000 krónum eða 56% á ársgrundvelli. Hjá Elísabetu, Sjóvá, Sjóvá-Strax og Tryggingarmiðstöðinni er einnig iðgjaldsauki sem greiða þarf ef félagið greiðir út bætur úr ábyrgðartryggingu eða slysatrygginu, sem eru 50.000 krónur eða hærri. Iðgjaldsaukinn er 15.000 krónur hjá Elísabetu og Tryggingamiðstöðinni og 18.000 hjá Sjóvá- Almennum og Sjóvá-Strax. En þessar upphæðir leggjast ofan á fyrri tryggingu valdi bifreiðareigandi tjóni upp á 50.000 krónur eða meira. Hjá Vátryggingafélagi Íslands og Verði-Íslandstryggingu er fyrirkomulagið annað, en þar er bónuskerfi og lækkar bónusinn við næstu endurnýjun og iðgjöldin hækka ef viðskiptavinur veldur tjóni sem félagið greiðir bætur fyrir. Skilmálar um framrúðutryggingu eru ekki eins milli fyrirtækja og er VÍS eina félagið þar sem tryggingin nær yfir allar rúður bílsins, en ekki bara framrúðuna. Hjá öllum félögum er sjálfsábyrgð ef skipta þarf um rúðu en mismunandi mikil. Sjálfsábyrgðin er 15% af verðmæti nýrrar rúðu hjá Sjóvá-Almennum, Sjóvá-Strax og Verði, en 10% hjá VÍS, Tryggingamiðstöðinni og Elísabetu. Hjá Tryggingamiðstöðinni er lágmarks sjálfsábyrgð 2.200 og hámark 22.000 og hjá Elísabetu er lágmarks sjálfsábyrgð 1.990 krónur og að hámarki 19.900. Fréttir Innlent Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði nýlega verðkönnun hjá sex tryggingarfélögum. ASÍ sendi mann út með Volkswagen Golf sem lét öll félögin sex gera tilboð í lögboðnar ökutækjatryggingar og framrúðutryggingu fyrir fjölskyldubílinn. Talsverður munur reyndist á bæði iðgjaldi og skilmálum félaganna. Mestur var munurinn á tryggingafélaginu Elísabetu sem var með tilboð frá 51.000 krónum og Sjóvá-Almennum sem gerði tilboð upp á tæplega 80.000 krónur. Munar þar 29.000 krónum eða 56% á ársgrundvelli. Hjá Elísabetu, Sjóvá, Sjóvá-Strax og Tryggingarmiðstöðinni er einnig iðgjaldsauki sem greiða þarf ef félagið greiðir út bætur úr ábyrgðartryggingu eða slysatrygginu, sem eru 50.000 krónur eða hærri. Iðgjaldsaukinn er 15.000 krónur hjá Elísabetu og Tryggingamiðstöðinni og 18.000 hjá Sjóvá- Almennum og Sjóvá-Strax. En þessar upphæðir leggjast ofan á fyrri tryggingu valdi bifreiðareigandi tjóni upp á 50.000 krónur eða meira. Hjá Vátryggingafélagi Íslands og Verði-Íslandstryggingu er fyrirkomulagið annað, en þar er bónuskerfi og lækkar bónusinn við næstu endurnýjun og iðgjöldin hækka ef viðskiptavinur veldur tjóni sem félagið greiðir bætur fyrir. Skilmálar um framrúðutryggingu eru ekki eins milli fyrirtækja og er VÍS eina félagið þar sem tryggingin nær yfir allar rúður bílsins, en ekki bara framrúðuna. Hjá öllum félögum er sjálfsábyrgð ef skipta þarf um rúðu en mismunandi mikil. Sjálfsábyrgðin er 15% af verðmæti nýrrar rúðu hjá Sjóvá-Almennum, Sjóvá-Strax og Verði, en 10% hjá VÍS, Tryggingamiðstöðinni og Elísabetu. Hjá Tryggingamiðstöðinni er lágmarks sjálfsábyrgð 2.200 og hámark 22.000 og hjá Elísabetu er lágmarks sjálfsábyrgð 1.990 krónur og að hámarki 19.900.
Fréttir Innlent Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira