Tafir eru á umferð á Holtavörðuheiði við Bláhæð og við Fornahvamm vegna framkvæmda. Umferð er beint um einbreiða hliðarakrein. Á Djúpvegi við Selá í Hrútafirði standa yfir brúarframkvæmdir og er vegfarendum beint um hjáleið.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi á meðan á framkvæmdum stendur.