Banaslys á Eiðavegi

Ung kona sem lenti í umferðarslysi á Eiðavegi hjá Fossgerði lést í gærkvöldi. Hún var nítján ára. Fólksbíll sem hún ók lenti á sorpflutningabíl á fimmta tímanum í gær með þessum hörmulegu afleiðingum. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins. Þetta er áttunda banaslysið í umferðinni í ágústmánuði og það nítjánda á þessu ári.