Innlent

Prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík 11. nóvember

MYND/GVA

Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ákvað á fundi sínum í gærkvöld að halda sameiginlegt prófkjör í kjördæmunum vegna komandi þingkosninga 11. nóvember næstkomandi.

Prófkjörið verður svokallað opið stuðningsmannaprófkjör þar sem hver sá sem skrifar undir yfirlýsingu um stuðning við flokkinn má vera með. Ekki liggur fyrir hvort allir núverandi þingmenn flokksins hyggist sækjast eftir endurkjöri en Össur Skjarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir eru nú í forystusætum í kjördæmunum tveimur.

Þetta var fyrsti fundur kjördæmisráðs hjá Samfylkingunni þar sem fyrirkomulag framboðsmála var ákveðið en fundir hjá kjördæmaráðum í öðrum kjördæmum verða á næstu vikum, sá síðasit þann 17. september í Suðurkjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×