Vill að klippt verði á veiðarfæri
Framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna vill að Landhelgisgæslan klippi veiðarfærin aftan úr togurum á Reykjaneshrygg, sem veiða þar án heimilda. Hann segir nauðsynlegt að taka mun harðar á veiðiþjófum en gert hefur verið til að koma í veg fyrir ofveiði.