Hátekjufólk borgar hlutfallslega lægri skatta en meðalmaður 31. ágúst 2006 14:00 MYND/NFS Íslensk skattalöggjöf eykur ójöfnuð launafólks en skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en hækkað hjá láglaunafólki. Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.Stefán gagnrýnir skattastefnu íslenskra stjórnvalda í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir lækkun skattbyrðarinnar hjá hátekjufólki margfalt meiri hér á landi en til að mynda í Bandaríkjunum en þar stóð Bush stjórnin fyrir skattlækkunum sem voru afar umdeildar. Stefán gengur svo langt að segja að hér á landi sé rekin róttæk ójafnaðarstefna og ef sama stefna verður rekin áfram þurfi ekki mörg ár þar til að tekjuskiptingin á Íslandi verði álíka ójöfn og í Bandaríkjunum sem mundi þykja tíðindi um alla Evrópu.Þegar breytt skattbyrði er skoðuð kemur í ljós að skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en skapi hækkað hjá öðrum hópum. Á þessu línuriti sjáum við hlutfall heildarskatta Íslendinga sem prósentur af heildartekjum þeirra. Bláu súlurnar sína hlutfall skatta af heildartekjum árið 1993 en þær gulu hlutfallið eins og það er nú. Eins og sjá má þá fer meira af tekjum fólks í skatta nú en fyrir 13 árum nema þegar litið er til hátekjufólks en þar hefur hlutfallið lækkað verulega. Eins vekur athygli að allra tekjuhæstu hóparnir greiða hlutfallslega minna í skatta en meðaltekjuhópurinn. Súlan lengst til hægri sýnir hlutfall skatta á tekjur þeirra eitt prósent fjölskyldna sem eru með hæstu tekjurnar. Sá hópur greiðir tæplega 16 prósent af tekjum sínum í skatta en meðalhópurinn um 25 prósent. Fyrir 13 árum þá greiddu hæstlaunaðasti hópurinn um 35 prósent tekna sinna í skatta og meðalhópurinn um 20 prósent.Stefán segir í grein sinni að nýjustu tölur frá Ríkisskattstjóra bendi til þess að ójöfnuðurinn hafi enn aukist á árinu 2005 og segir hann aukningu ójöfnuðar hraðari hér á landi en annars staðar í Evrópu. Fréttir Innlent Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Sjá meira
Íslensk skattalöggjöf eykur ójöfnuð launafólks en skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en hækkað hjá láglaunafólki. Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.Stefán gagnrýnir skattastefnu íslenskra stjórnvalda í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir lækkun skattbyrðarinnar hjá hátekjufólki margfalt meiri hér á landi en til að mynda í Bandaríkjunum en þar stóð Bush stjórnin fyrir skattlækkunum sem voru afar umdeildar. Stefán gengur svo langt að segja að hér á landi sé rekin róttæk ójafnaðarstefna og ef sama stefna verður rekin áfram þurfi ekki mörg ár þar til að tekjuskiptingin á Íslandi verði álíka ójöfn og í Bandaríkjunum sem mundi þykja tíðindi um alla Evrópu.Þegar breytt skattbyrði er skoðuð kemur í ljós að skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en skapi hækkað hjá öðrum hópum. Á þessu línuriti sjáum við hlutfall heildarskatta Íslendinga sem prósentur af heildartekjum þeirra. Bláu súlurnar sína hlutfall skatta af heildartekjum árið 1993 en þær gulu hlutfallið eins og það er nú. Eins og sjá má þá fer meira af tekjum fólks í skatta nú en fyrir 13 árum nema þegar litið er til hátekjufólks en þar hefur hlutfallið lækkað verulega. Eins vekur athygli að allra tekjuhæstu hóparnir greiða hlutfallslega minna í skatta en meðaltekjuhópurinn. Súlan lengst til hægri sýnir hlutfall skatta á tekjur þeirra eitt prósent fjölskyldna sem eru með hæstu tekjurnar. Sá hópur greiðir tæplega 16 prósent af tekjum sínum í skatta en meðalhópurinn um 25 prósent. Fyrir 13 árum þá greiddu hæstlaunaðasti hópurinn um 35 prósent tekna sinna í skatta og meðalhópurinn um 20 prósent.Stefán segir í grein sinni að nýjustu tölur frá Ríkisskattstjóra bendi til þess að ójöfnuðurinn hafi enn aukist á árinu 2005 og segir hann aukningu ójöfnuðar hraðari hér á landi en annars staðar í Evrópu.
Fréttir Innlent Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Sjá meira