Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði vinna nú að því slátra meira en hundrað tonn af laxi. Ástæðan fyrir því er að marglytta barst með sterkum hafstraumum í nótt og laggðist á kvíarnar.
Marglyttan brennir fiskinn með þeim afleiðingum að honum þarf að slátra. Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Sæsilfurs segir þetta í annað skipti í sex ára sögu fyrirtækisins sem marglytta veldur slíku tjóni.