Innlent

Skipulagsstofnun leggur blessun sína yfir álver Alcoa

MYND/Vísir

Skipulagsstofnun hefur lagt blessun sína yfir álver Alcoa í Reyðarfirði eftir að hafa farið yfir matsskýrslu fyrirtækisins vegna umhverfisáhrifa álversins. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að í matsskýrslu hafi verið sýnt fram á að bæði þurrhreinsun og vothreinsun séu fullnægjandi til að halda loftmengun neðan tilgreindra marka.

Því telji stofnunin fyrirhugað álver með allt að 346.000 tonna ársframleiðslu eins og það er kynnt í matsskýrslu sé ásættanlegt og muni ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun setur þó þau skilyrði að ekki verði heimil föst búseta innan þynningarsvæðis álvers Alcoa Fjarðaáls, að við frágang þurfi sérstaklega að huga að því að draga úr sjónrænum áhrifum vegna framkvæmdanna og að Alcoa Fjarðaál standi fyrir reglubundnum mælingum á styrk loftborinnar mengunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×