Lög brotin svo hægt sé að standa við barnasáttmálann 1. september 2006 18:45 Skólayfirvöld í Reykjavík brjóta íslensk lög til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögin eru brotin svo hægt sé að veita börnum fólks sem komið hefur til landsins í atvinnuleit skólavist. Átta börn á grunnskólaaldri frá Austur-Evrópu fá hins vegar ekki inni í grunnskólanum á Ísafirði vegna þess að þau eru án kennitölu og dvalarleyfis. Frá fyrsta maí síðastliðnum má fólk frá nýju ríkjum Evrópusambandsins koma hingað og leita sér að vinnu í allt að sex mánuði, án þess að hafa hér sérstakt leyfi. Á meðan er fólkið hvorki með lögheimili hér, né íslenska kennitölu, nema það hafi sérstaka evrópska tryggingu. Á Ísafirði, þar sem töluvert er af fólki frá Austur-Evrópuríkjum, eru nú í upphafi skólaárs, átta börn utan kerfis og fá ekki skólavist, jafnvel þó að sótt hafi verið um hana. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna kveður á um skýlausan rétt barna til að ganga í grunnskóla þar sem þau eiga lögheimili og lögspekingar sem fréttastofan hefur rætt við telja ljóst að rétturinn nái líka til barna sem ekki hafi lögheimili í því landi sem þau dveljast í. Börnin átta á Ísafirði hafa enn hvorki fengið kennitölu né dvalarleyfi og á meðan fá þau ekki skólavist samkvæmt íslenskum lögum, sem flest bendir til að séu brot á barnasáttmálanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa skólayfirvöld í Reykjavík þó ákveðið að brjóta íslensk lög og tekið við börnum sem ekki hafa kennitölu, að því gefnu að þau hafi læknisvottorð, sem er algjört skilyrði. Yfirleitt kemur kennitalan fljótlega og því aðeins farið framhjá lögunum í nokkrar vikur. Flest barna sem svona er ástatt fyrir hafa farið í Austurbæjarskóla og sem stendur standa engin grunnskólabörn af erlendum uppruna utan kerfisins í Reykjavík. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Skólayfirvöld í Reykjavík brjóta íslensk lög til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögin eru brotin svo hægt sé að veita börnum fólks sem komið hefur til landsins í atvinnuleit skólavist. Átta börn á grunnskólaaldri frá Austur-Evrópu fá hins vegar ekki inni í grunnskólanum á Ísafirði vegna þess að þau eru án kennitölu og dvalarleyfis. Frá fyrsta maí síðastliðnum má fólk frá nýju ríkjum Evrópusambandsins koma hingað og leita sér að vinnu í allt að sex mánuði, án þess að hafa hér sérstakt leyfi. Á meðan er fólkið hvorki með lögheimili hér, né íslenska kennitölu, nema það hafi sérstaka evrópska tryggingu. Á Ísafirði, þar sem töluvert er af fólki frá Austur-Evrópuríkjum, eru nú í upphafi skólaárs, átta börn utan kerfis og fá ekki skólavist, jafnvel þó að sótt hafi verið um hana. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna kveður á um skýlausan rétt barna til að ganga í grunnskóla þar sem þau eiga lögheimili og lögspekingar sem fréttastofan hefur rætt við telja ljóst að rétturinn nái líka til barna sem ekki hafi lögheimili í því landi sem þau dveljast í. Börnin átta á Ísafirði hafa enn hvorki fengið kennitölu né dvalarleyfi og á meðan fá þau ekki skólavist samkvæmt íslenskum lögum, sem flest bendir til að séu brot á barnasáttmálanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa skólayfirvöld í Reykjavík þó ákveðið að brjóta íslensk lög og tekið við börnum sem ekki hafa kennitölu, að því gefnu að þau hafi læknisvottorð, sem er algjört skilyrði. Yfirleitt kemur kennitalan fljótlega og því aðeins farið framhjá lögunum í nokkrar vikur. Flest barna sem svona er ástatt fyrir hafa farið í Austurbæjarskóla og sem stendur standa engin grunnskólabörn af erlendum uppruna utan kerfisins í Reykjavík.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira