Lífið

Hvetja landsmenn til að kjósa Magna

Símafyrirtækin, Og Vodafone og Síminn hvetja stuðningsmenn Magna Ásgeirssonar að taka þátt í SMS kosningunni vegna RockStar Supernova aðfaranótt miðvikudags. Talsmenn símafyrirtækjanna telja mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt í kosningunni og sendi SMS í númerið 1918 til þess að tryggja að öll atkvæði Magna komist til skila. Eitthvað bar á því í síðustu kosningu að skilaboðin færu í rangt númer.

Í sameiginlegri tilkynningu símafyrritækjanna segir að SMS kosningin í RockStar sé ein sú viðamesta sem haldin hefur verið á Íslandi þar sem sami aðili fær nánast öll atkvæðin. Í síðustu viku þrefaldaðist þátttakan miðað við fyrsta kvöldið og tugfaldaðist miðað við vikurnar þar á undan.

Símafyrirtækin benda á að það gæti verið ágætt fyrir fyrir Íslendinga að dreifa álaginu og þeir sem geta beðið í nokkrar mínútur með að kjósa geri það. Bæði símafyrirtækin verða með tæknimenn á vakt alla nóttina til að reyna að tryggja að allt gangi vel fyrir sig.

Kosningin stendur frá 1:50 til 6:00 og margir taka daginn snemma og vakna til þess að kjósa rétt áður en lokað er fyrir kosninguna. Eins og áður hafa Íslendingar tvær leiðir til að kjósa þ.e. með SMS eða á vefnum www.rockstar.msn.com.

Til að kjósa með SMS þarf að senda SMS skilaboð í númerið 1918 með textanum "Rock 2" ef kjósa á keppanda númer 2.

Það kostar ekkert að kjósa á vefnum en SMS skeytið kostar 19 kr. og lækkuðu bæði símafyrirtækin verðið í síðustu viku til þess að styðja Magna í baráttunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.