Bíll valt á hringveginum norðan Akureyrar til móts við bæinn Grjótgarð laust fyrir tvö í nótt. Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en ekki er vitað um meiðsl hans. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir, blautt var á vegum en annars milt veður.
Nánast á sama stað var annar ökumaður tekinn á 150 kílómetra hraða um níuleytið í gærkvöldi en ekki er vitað hvort sá sem velti ók greiðar en hámarkshraði gerir ráð fyrir.