Innlent

Jónína fundar með samstarfsráðherrum Norðurlanda

MYND/GVA

Jónína Bjartmarz umhverfis- og samstarfsráðherra sækir í dag fund samstarfsráðherra Norðurlanda í Ósló. Þar verður meðal annars rætt um nýja úttekt á stöðu Færeyja, Grænlands og Álandseyja í norrænu samstarfi sem samstarfsráðherrarnir létu gera vegna aðildarumsóknar Færeyinga að Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni en hvorug stofnunin hefur tekið afstöðu til umsóknarinnar. Þá verður einnig rædd þekkingaruppbygging og myndun tengslaneta í Rússlandi og Hvít-Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×