Innlent

Kemur til greina að greiða fyrir álveri í Helguvík

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að greiða fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík. Þá segir hann ekkert því til fyrirstöðu að þrjú álver verði reist á Íslandi á næstu árum.

Atvinnumál á Suðurnesjum hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu nú þegar fjöldi fólks missir vinnuna þegar herinn er farinn. Álver í Helguvík er eitt af þeim stóru verkefnum sem eru í bígerð á suðurnesjum. Margir hafa viljað setja framkvæmdirnar í forgang og aðspurður hvort það komi til greina svarar Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra játandi. Samkvæmt hans upplýsingum sé hins vegar ekki ástæða til að ætla að það séu neinar slíkar tafir á málinu að þess þurfi.

Jón kannast ekki við að framkvæmdir við álver í Helguvík stangist á við álver á Húsvík. Hann hafi sagt það áður að hann hafi hafi gert ráð fyrir því að þar þurfi ekki að vera neinn árekstur.

Aðspurður hvort hann telji koma til greina að þrjú ný álver verði reist á næstu árum svo lengi sem þungann af framkvæmdunum beri ekki upp á sama tíma segir Jón að það geti orðið. Hann hafi margsinnis sagt það í sumar að samkvæmt hans upllýsingum séu þrjú verkefni á döfinni, álver á Bakka við Húsavík, álver í Helguvík á Reykjanesi og stækkun álversins í Straumsvík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×