Innlent

Hátt matarverð heimatilbúinn vandi

Ágúst Einarsson, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir hátt matarverð á Íslandi heimatilbúinn vanda sem meðal annars megi rekja til hægra breytinga á íslensku landbúnaðarkerfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins býst við tillögum um breytingar á vörugjaldi á næstunni.

Samtök verslunar og þjónustu stóðu í morgun fyrir fundi á Nordica-hótelinu þar sem lækkun matarverðs var til umræðu. Þykir sumum sem hægt gangi að vinna úr tillögum nefndar um matvælaverð sem skilaði af sér skýrslu í sumar. Nefndin klofnaði reyndar í afstöðu sinni en meðal þeirra hugmynda sem ræddar eru eru nýtt virðisaukaskattþrep, afnám vörugjalds og einnig afnám tollaverndar í landbúnaði.

Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ var meðal þeirra sem héldu framsögu á fundinum. Hann benti á að samkeppnislög giltu ekki um landbúnað líkt og aðrar atvinnugreinar í landinu. Hann sagði enn fremur að breytingar hefðu orðið í landbúnaði en þær hefðu orðið á hraða snigilsins. Hátt matvælaverð væri heimatilbúinn vandi en ekki væri legu eða fámenni um að kenna. Vörugjöld og tolla þyrfti að afnema því þeir hefðu lítil áhrif á tekjur ríkissjóðs en hann lagði þó áherslu á að fara ætti hægt breytingarnar á kerfunum.

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var á fundinum. Aðspurður hvort tillagna væri að vænta frá ríkisstjórnni til lækkunar matarverðs sagði hann að menn væru að skoða vörugjaldaþáttinn og hann byggist við tillögum þar að lútandi fljótlega. Pétur sagði enn fremur að hann teldi að bændur væru tilbúnir að skipta up gír og auka samkeppni sín í milli. Dæmi frá útlöndum sönnuðu að styrkir væru slæmir fyrir landbúnað. Það yrði vissulega eitthvert áfall við breytingarnar en það tæki tvö til þrjúr ár og en menn stæðu sterkari í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×