Kópavogsbær hyggst greiða foreldrum ungbarna um 30 þúsund krónur á mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið fær leikskólavist eða hefur náð tveggja ára aldri. Þessar hugmyndir voru kynntar á bæjarráðsfundi í dag. Greiðslurnar ná til hvers barns á þessum aldri, hvort sem barnið er hjá dagmóður eða foreldrar eða aðrir annast það heima. Lagt er til að greiðslur þessar verði inntar af hendi ellefu mánuði ársins og hefjist 1. nóvember 2006. Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að áætlaður kostnaður vegna tillögunnar nemi um 50-55 milljónum króna á ársgrundvelli.
Innlent