Formenn Samfylkingarinnar, vinstri grænna og Frjálslynda flokksins hittust í gær til að ræða einhvers konar samstarf á milli flokkanna í næstu þingkosningum.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að ákveðið hafi verið að flokkarnir reyndu að stilla saman strengi sína og það yrði byrjað á velferðarmálunum.
Hann segir áætlanir um kosningabandalag aldrei hafa verið nefndar af formönnum stjórnarandstöðuflokkanna en auðvitað hljóti þeir að stefna að því að fella ríkisstjórnina.