Samkeppni íslenskra háskóla ekki af hinu góða 8. september 2006 16:45 Samkeppnisumhverfið sem íslenskir háskólar búa við er ekki af hinu góða. Þetta er meðal þess sem gagnrýnt er í nýrri skýrslu OECD um íslenska háskólakerfið. Þar kemur einnig fram að gæðaeftirlit með skólunum er ófullnægjandi. Skýrslan var kynnt í Iðusölum við Lækjargötu í dag en efni hennar var upphaflega gert opinbert á heimasíðu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, fyrir rúmum tveimur vikum. Sex sérfræðingar um menntamál unnu úttektina og eru þeir harðorðir á sumum stöðum í skýrslu sinni, segja til að mynda að skýra stefnu um gæðaeftirlit háskólanáms hér á landi vanti algjörlega og huga þurfi alvarlega að gæðum námsins og fjármögnun þess. „Það er ekki auðvelt fyrir ríki þegar háskólastigið vex jafn hratt og það hefur gert hér á landi, en slík þróun kallar á nýja forgangsröðun," segir Paulo Santiago, sérfræðingur OECD, sem kynnti skýrsluna í dag. „Þar skiptir mestu máli að endurskoða þann þátt sem snýr að stjórnkerfinu, og ekki leggja of mikla áherslu á að skólarnir eigi að vera í samkeppni." Í skýrslunni er fundið að því að einungis einkareknir háskólar megi lögum samkvæmt innheimta skólagjöld, en ekki þeir ríkisreknu. Santiago segir eðlilegt að einkaskólarnir hafi haft þessi „fríðindi", ef svo má að orði komast, fyrst eftir að þeir voru stofnaðir, „en nú þegar skólarnir hafa öðlast sinn sess í menntakerfinu teljum við tímabært að hugað sé að leiðréttingu á þessu í samkeppnisumhverfi skólanna." Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Samkeppnisumhverfið sem íslenskir háskólar búa við er ekki af hinu góða. Þetta er meðal þess sem gagnrýnt er í nýrri skýrslu OECD um íslenska háskólakerfið. Þar kemur einnig fram að gæðaeftirlit með skólunum er ófullnægjandi. Skýrslan var kynnt í Iðusölum við Lækjargötu í dag en efni hennar var upphaflega gert opinbert á heimasíðu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, fyrir rúmum tveimur vikum. Sex sérfræðingar um menntamál unnu úttektina og eru þeir harðorðir á sumum stöðum í skýrslu sinni, segja til að mynda að skýra stefnu um gæðaeftirlit háskólanáms hér á landi vanti algjörlega og huga þurfi alvarlega að gæðum námsins og fjármögnun þess. „Það er ekki auðvelt fyrir ríki þegar háskólastigið vex jafn hratt og það hefur gert hér á landi, en slík þróun kallar á nýja forgangsröðun," segir Paulo Santiago, sérfræðingur OECD, sem kynnti skýrsluna í dag. „Þar skiptir mestu máli að endurskoða þann þátt sem snýr að stjórnkerfinu, og ekki leggja of mikla áherslu á að skólarnir eigi að vera í samkeppni." Í skýrslunni er fundið að því að einungis einkareknir háskólar megi lögum samkvæmt innheimta skólagjöld, en ekki þeir ríkisreknu. Santiago segir eðlilegt að einkaskólarnir hafi haft þessi „fríðindi", ef svo má að orði komast, fyrst eftir að þeir voru stofnaðir, „en nú þegar skólarnir hafa öðlast sinn sess í menntakerfinu teljum við tímabært að hugað sé að leiðréttingu á þessu í samkeppnisumhverfi skólanna."
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira