Býst við minni verðbólgu í haust 14. september 2006 11:16 Seðlabanki Íslands. Mynd/Heiða Seðlabankinn segir framvindu efnahagsmála frá júlíbyrjun hafa í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá bankans að öðru leyti en því að verðbólga verður nokkru minni á þriðja fjórðungi ársins og verðbólgukúfurinn á seinni helmingi ársins trúlega lægri en spáð var. Í rökstuðningi Seðlabankans fyrir 50 punkta hækkun stýrivaxta í morgun segir að á móti vegi mun meiri viðskiptahalli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari vaxtar í eftirspurn en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari þegar frá líður. Verðbólga er enn mikil sem og verðbólguvæntingar, segir í rökstuðningi bankans. Þá segir að endurskoðaðar þjóðhagstölur sýni mun meiri hagvöxt á síðasta ári en áður fólst í tölum sem stuðst var við í spám bankans í júlí. Vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á öðrum og þriðja fjórðungi þessa árs bendi til þess að framleiðsluspenna sé meiri en reiknað var með í júlí. Mikil spenna sé á vinnumarkaði og launakostnaður fyrirtækja hafi hækkað hratt. Minnkandi vöxtur útlána og tekna ríkissjóðs af óbeinum sköttum auk fleiri vísbendinga sýni þó að farið sé að hægja töluvert á vexti innlendrar eftirspurnar, að því er fram kemur í rökstuðningi bankans. Næsti vaxtaákvörðunarfundur Seðlabankans er 2. nóvember næstkomandi samhliða útgáfu næsta heftis Peningamála. Greiningardeildir bankanna telja líkur á að vaxtahækkanaferlinu sé lokið og búast sumar hverjar við óbreyttum stýrivöxtum í nóvember. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Seðlabankinn segir framvindu efnahagsmála frá júlíbyrjun hafa í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá bankans að öðru leyti en því að verðbólga verður nokkru minni á þriðja fjórðungi ársins og verðbólgukúfurinn á seinni helmingi ársins trúlega lægri en spáð var. Í rökstuðningi Seðlabankans fyrir 50 punkta hækkun stýrivaxta í morgun segir að á móti vegi mun meiri viðskiptahalli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari vaxtar í eftirspurn en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari þegar frá líður. Verðbólga er enn mikil sem og verðbólguvæntingar, segir í rökstuðningi bankans. Þá segir að endurskoðaðar þjóðhagstölur sýni mun meiri hagvöxt á síðasta ári en áður fólst í tölum sem stuðst var við í spám bankans í júlí. Vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á öðrum og þriðja fjórðungi þessa árs bendi til þess að framleiðsluspenna sé meiri en reiknað var með í júlí. Mikil spenna sé á vinnumarkaði og launakostnaður fyrirtækja hafi hækkað hratt. Minnkandi vöxtur útlána og tekna ríkissjóðs af óbeinum sköttum auk fleiri vísbendinga sýni þó að farið sé að hægja töluvert á vexti innlendrar eftirspurnar, að því er fram kemur í rökstuðningi bankans. Næsti vaxtaákvörðunarfundur Seðlabankans er 2. nóvember næstkomandi samhliða útgáfu næsta heftis Peningamála. Greiningardeildir bankanna telja líkur á að vaxtahækkanaferlinu sé lokið og búast sumar hverjar við óbreyttum stýrivöxtum í nóvember.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira