Actavis hækkar ekki boðið í Pliva 18. september 2006 10:36 Tilraunastofur Pliva í Zagreb í Króatíu. Í kjölfar tilkynningar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. "Stjórn félagsins telur að núverandi tilboð þess til hluthafa Pliva að upphæð 2,5 milljarða bandaríkjadala endurspegli vel virði félagsins. Í samræmi við framangreint mun Actavis hafa samband við fjármálaeftirlit Króatíu í því skyni að losa þá ábyrgð sem félagið hefur lagt fram vegna tilboðs síns í hlutafé Pliva," segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands í morgun.Bein og óbein eignaraðild Actavis nemur tæpu 21 prósenti af heildarhlutafé í Pliva og mun félagið fylgjast með framvindu söluferlisins og áskilur sér rétt til að ganga aftur inn í það ferli."Við teljum að samruni Actavis og PLIVA sé áhugaverður en í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð fyrir félagið," segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis."Við teljum að vaxtartækifæri félagsins liggi víða og munum við halda áfram að efla góða undirliggjandi starfsemi félagsins. Afkoma Actavis og vöxtur hefur verið sérlega góður og samhliða sókn okkar inn á nýja markaði, munum við halda áfram að leita áhugaverðra tækifæra til að skipa félaginu í hóp stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims," bætir hann við. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Í kjölfar tilkynningar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. "Stjórn félagsins telur að núverandi tilboð þess til hluthafa Pliva að upphæð 2,5 milljarða bandaríkjadala endurspegli vel virði félagsins. Í samræmi við framangreint mun Actavis hafa samband við fjármálaeftirlit Króatíu í því skyni að losa þá ábyrgð sem félagið hefur lagt fram vegna tilboðs síns í hlutafé Pliva," segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands í morgun.Bein og óbein eignaraðild Actavis nemur tæpu 21 prósenti af heildarhlutafé í Pliva og mun félagið fylgjast með framvindu söluferlisins og áskilur sér rétt til að ganga aftur inn í það ferli."Við teljum að samruni Actavis og PLIVA sé áhugaverður en í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð fyrir félagið," segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis."Við teljum að vaxtartækifæri félagsins liggi víða og munum við halda áfram að efla góða undirliggjandi starfsemi félagsins. Afkoma Actavis og vöxtur hefur verið sérlega góður og samhliða sókn okkar inn á nýja markaði, munum við halda áfram að leita áhugaverðra tækifæra til að skipa félaginu í hóp stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims," bætir hann við.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira