Lífið

Sykurmolarnir koma saman í nóvember

Hljómsveitin Sykurmolarnir ætlar að koma saman aftur og halda tónleika í Laugardalshöll þann 17. nóvember næstkomandi í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin gaf út smáskífu með laginu AMMÆLI.

Lagið kom út 21. nóvember 1986 á Íslandi en það fór beinustu leið á topp óháða vinsældarlistans í Bretlandi þegar það kom út þar. Með því hófst farsæll ferill Sykurmolanna og plötuútgáfunnar Smekkleysu undir slagorðinu "heimsyfirráð eða dauði". Tæp 14 ár eru síðan sveitin kom síðast fram fullskipuð. Nánari upplýsingar um miðasölu og fyrirkomulag tónleikanna verða veittar síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×