Innlent

Vinstri - grænir í Reykjavík ákveða framboðsmál

MYND/Stefán

Vinstri - grænir í Reykjavík halda í kvöld fund þar sem afgreidd verður tillaga um fyrirkomulag á forvali fyrir komandi alþingiskosningar. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember.

Verður frambjóðendum raðað í sæti eitt til fjögur þannig að þremur er gefið númerið eitt, þremur númerið tvö og svo framvegis. Að sögn Drífu Snædal, framkvæmdastýru Vinstri - grænna, hefur tillagan verið kynnt á félagsfundum í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu en í kvöld taka félagsmenn í Reykjavík endanlega afstöðu til hennar. Ekki liggur fyrir hvenær Vinstri - grænir í Suðvesturkjördæmi gera slíkt hið sama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×