Stefnir í hagnað hjá Sterling árið 2006 20. september 2006 09:12 Ein af vélum flugfélagsins Sterling. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir í viðtali við Markaðinn í dag, að allt stefni í það að félagið verði rekið með hagnaði í ár. „Árið 2006 stefnir í hagnað sem í reynd er ótrúlegur árangur á einu ári. Þetta var margfalt betra en þessi félög hafa gert nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi verið búnir að gleyma því hjá Maersk að það hafi verið til plús í tölvunum." Sterling skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi eftir samfelldan hallarekstur í gegnum tíðina, en heildartap á fyrri hluta ársins nam 1,8 milljarði króna. Þrátt fyrir þetta er það mat Almars að fátt hafi unnið með félaginu. „Við höfum verið að reka fyrirtæki og sameina á sama tíma, við höfum því miður lent í deilum við stóran hluta starfsfólksins og olíuverð er 70-80 prósent hærra en á síðasta ári.“ Á sama tíma hafi frábært sumar í Danmörku, ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs, skopmyndamálið og fuglaflensan tvímælalaust haft áhrif. Almar Örn segist lítið geta tjáð sig um það hvort FL Group, eigendur félagsins, skoði sameiningu við önnur lággjaldaflugfélög eða þann möguleika að skrá félagið í kauphöll. FL Group er auðvitað fjárfestingafélag og hljóti að skoða alla kosti. Báðir kostir hljóti að koma til greina, enda er eigandi Sterling, FL Group, fjárfestingafélag þegar allt kemur til alls. „Við erum ekkert að vinna í því að sameinast öðrum félögum í dag, en maður getur aldrei kastað slíkum tækifærum frá sér. Ég hef oft vaknað á morgnana og spurt sjálfan mig hvers vegna í ósköpunum við sameinuðumst Maersk. Þegar upp er staðið þá sé ég að það var auðvitað rétt ákvörðun.“ Nú er eitt ár liðið frá því að Sterling og Maersk Air sameinuðust en gríðarlegur tími hefur farið í það að samþætta rekstur félaganna og er því verkefni að mestu leyti lokið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir í viðtali við Markaðinn í dag, að allt stefni í það að félagið verði rekið með hagnaði í ár. „Árið 2006 stefnir í hagnað sem í reynd er ótrúlegur árangur á einu ári. Þetta var margfalt betra en þessi félög hafa gert nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi verið búnir að gleyma því hjá Maersk að það hafi verið til plús í tölvunum." Sterling skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi eftir samfelldan hallarekstur í gegnum tíðina, en heildartap á fyrri hluta ársins nam 1,8 milljarði króna. Þrátt fyrir þetta er það mat Almars að fátt hafi unnið með félaginu. „Við höfum verið að reka fyrirtæki og sameina á sama tíma, við höfum því miður lent í deilum við stóran hluta starfsfólksins og olíuverð er 70-80 prósent hærra en á síðasta ári.“ Á sama tíma hafi frábært sumar í Danmörku, ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs, skopmyndamálið og fuglaflensan tvímælalaust haft áhrif. Almar Örn segist lítið geta tjáð sig um það hvort FL Group, eigendur félagsins, skoði sameiningu við önnur lággjaldaflugfélög eða þann möguleika að skrá félagið í kauphöll. FL Group er auðvitað fjárfestingafélag og hljóti að skoða alla kosti. Báðir kostir hljóti að koma til greina, enda er eigandi Sterling, FL Group, fjárfestingafélag þegar allt kemur til alls. „Við erum ekkert að vinna í því að sameinast öðrum félögum í dag, en maður getur aldrei kastað slíkum tækifærum frá sér. Ég hef oft vaknað á morgnana og spurt sjálfan mig hvers vegna í ósköpunum við sameinuðumst Maersk. Þegar upp er staðið þá sé ég að það var auðvitað rétt ákvörðun.“ Nú er eitt ár liðið frá því að Sterling og Maersk Air sameinuðust en gríðarlegur tími hefur farið í það að samþætta rekstur félaganna og er því verkefni að mestu leyti lokið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira