Innlent

Slys undirstriki mikilvægi Sundabrautar

MYND/Stefán

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir umferðartafir sem urðu í gær vegna þess að vörubíll með tengivagn valt í Ártúnsbrekkunni, undirstika mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og Öskjuhliðargöng verði forgangsverkefni fremur en mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Í tilkynningu til fjölmiðla segir Dagur að með Sundabraut og Öskjuhlíðagöngum fengi umferðarflæðið þrjá meginása frá austri til vesturs í stað þess að Miklabraut einni sé ætlað það hlutverk. Ölllum beri saman um að flöskuhálsarnir séu miklu frekar á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar en á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×