Innlent

Karl gefur kost á sér í forystusæti í Norðvesturkjördæmi

Karl V. Matthíasson, prestur og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta til annað sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Karl hefur að undanförnu starfað sem prestur á sviði áfengis- og fíkniefnamála hjá Þjóðkirkjunni en hann var þingmaður Vestfirðinga á árunum 2001-2003. Karl er fimmti maðurinn sem býður sig fram til að leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi því þegar hafa Anna Kristín Gunnarsdóttir þingkona, Sigurður Pétursson á Ísafirði og Sveinn Kristinsson og Guðbjartur Hannesson á Akranesi lýst yfir framboði í forystusætið. Prófkjör í kjördæminu fer fram helgina 28. og 29. október




Fleiri fréttir

Sjá meira


×